Gefið út

Jólajólajól Biskupsreglunnar

Rithöfundar

Þessi jól voru öðruvísi en þau frá síðasta ári en við gerðum samt allskonar hluti því það er alltaf svo gaman á jólunum.

Efnisyfirlit

jólajólajól

Á síðasta ári kölluðum við þetta Jólajól en núna þurftum við frumlegt nafn eins og Jólajólajól.

Mjög puttaður maður
.

fullveldisdagurinn

Við skreyttum vel og vandlega stofu okkar eins og á síðasta ári (væntanlega betri en allir hinir í skólanum).

  • Það er frétt um þetta atvik hér á þessum slóða.

Jólaboðið

Við skulum ekki gleyma stórkostlega jólaboðinu sem gerðist þann 7. desember þar sem skólastjóri skóla okkar lífgaði gamla skólastjórann við og bauð honum og Sólrúnu í heimsókn því afhverju ekki.

  • Það er frétt um þetta atvik hér á þessum slóða.

Podcast

Strákarnir tóku hvort annað í podcast um hvernig jólin eru hjá þeim

  • Trausti tók Yahya í podcast
  • Jóhann tók Yhya í podcast
  • Yahya tók Jóhann í podcast.

Hægt að sjá nánar þetta verkefni með því að smella á þennan slóða hér.

Litlujól

Eitt af því skemmtilega við þessi jól voru Litlujólin. Við hittumst öll í skólann kl 18:00, fengum okkur djússi hamborgara og gáfum hvort annað pakka á miða við leynivinaleik. Trausti er ánægður með það að þurfa ekki að vera pakkaleik með 8. bekk en frekar með 10. bekk. Trausti og Tómas fengu líka að stjórna Varúlf leikinn og það gekk ágætlega vel 🤷‍♂️

Mynd af jólapökkum

kirkjujól

Það voru líka kirkjujól þann 20. desember og það gekk vel. Trausti var kynnir en hinir strákarnir gerðu ekkert sérstakt. Jón Steinar var píanó maður í einu atriði.

Kirkja

Annað

Við eyddum ekki neinum tíma í það að dansa, baka, versla eða fara eitthvað eins og á síðasta ári. Það vantaði svolítið Matthías, Gylfa, Sigurdór og Sólrúnu sem gerðu allt klikkað og skemmtilegt á sama tíma.

Helga reyndi samt sitt besta að gera þessi jól skemmtileg eins og þau síðustu þó þessi jól voru svolítið mikið öðruvísi.

Það eru samt ein mjög sorgleg frétt sem meðlimir í reglunni þurfa að vita. Hann Davíð þarf því miður að skella sér í annan skóla örruglega vegna 8. bekksins en við skulum biðja fyrir honum vel og vandlega því það er erfitt að skipta um skóla. Hann verður settur á eftirlaun eftir jól.

Maður að biðja

  • Slóði inn á meðlima síðu hans er hér.

En þetta voru annars skemmtileg jól þetta ár, hann Yahya fékk að sjá íslensk jól í fyrsta skiptið og við fengum að gera jólalega hluti saman.

Ef þú vilt sjá fréttina um jólin frá síðasta ári er hægt að opna þennan slóða hér:.

Jólakveðjur

Við Biskupsreglunni endum alltaf jólafréttir með einum góðum jólasöngvi. Þetta ár valdi Matthías lagið Jólakveðjur frá honum Eyjólfi Kristjánssyni.

Þú getur spilað vídeóið og sungið lagið á sama tíma því það er texti hér fyrir neðan 😮

Ef Vídeóið vill ekki spilast er hægt að skoða það á Youtube

Það er' að koma jól,
menn syngja heims um ból,
í staðinn fyrir sól,
andar hrímu frá mér beint til þín

Ég veit ei hvar þú ert,
en finnst samt mikils vert,
að geta strengi snert,
hér í hjarta er vetrarsól hlý.

Gott er til þess að vita
að skammdegið hitar
ein ósk sem fylgir þér
seint á skammdegiskvöldum
á ljósvakans öldum frá mér

Friður sé með þér og fögnuður jafnan um jólin,
til þess að létt' af þér áhyggjum sorgum og sút.
Bægja burt svartsýn' og boða þér bjartsýn' um jólin,
gæfan þér fylgi um jólin og árið allt út.

Í dagsins ys og þys,
menn hugs' um glaum og glys,
en fara kannsk' á mis,
við þann frið sem í jólunum býr.

Ég veit ei hvar þú ert,
en finnst samt mikils vert,
að geta strengi snert,
hér í hjarta er vetrarsól hlý.

oft er vinátta eiga
og treysta því mega
af því hver dagur nýr
lýsir fögnuðu barna sem
hátíðar stjarna svo skýr

Friður sé með þér og fögnuður jafnan um jólin,
til þess að létt' af þér áhyggjum sorgum og sút.
Bægja burt svartsýn' og boða þér bjartsýn' um jólin,
gæfan þér fylgi um jólin og árið allt út.

Friður sé með þér og fögnuður árið á enda
Hugheilar óskir þið losið í sorgir og sút.
Með þessu vil ég þér hátíðarkveðjurnar senda.
gæfan þér fylgi um jólin og árið allt út.

Friður sé með þér og fögnuður jafnan um jólin,
til þess að létt' af þér áhyggjum sorgum og sút.
Bægja burt svartsýn' og boða þér bjartsýn' um jólin,
gæfan þér fylgi um jólin og árið allt út.

Gleðileg jól,
gleðileg jól,
farsælt nýtt ár.