Gefið út

Annáll ársins 2024

Rithöfundar

Ég var búinn að lofa því að hafa Annál fyrir þetta ár og hér er hann. Það gerðist nokkuð mikið í ár og reglan hefur breyst mjög mikið á þessum tíma:

  • Eftir þetta ár hefur meira en helmingur reglunnar kominn á eftirlaun.
  • Flestir eru ústkrifaðir úr skólanum.
  • Við erum meira uppteknir en nokkurn tíman áður.
Efnisyfirlit

Annállinn

Það verður farið yfir hvern einn og einasta mánuð og byrjum með:

Janúar

Það eina mikilvæga sem átti sér stað var það þegar Olga, okkar völva og starfsmaður í reglunni spáði fyrir þessu ári Spáin var löng enda fór hún yfir alla helstu meðlimima og var vel úthugsuð en sumt var ekki alveg satt...

  • Trausti, Jóhann, Tómas, Solveig, Lísa og Mikael munu útskrifast úr skólanum.
    SATT, enda voru þau öll í 10. bekk

  • Davíð muni hætta
    SATT, en hann hætti ekki í reglunni 😊

  • ERIK og norsklendingar komi hingað frá Noregi
    SATT, það átti alltaf að gerast. Það var samt ekki minnst á það að ERIK mynda verða meðlimur reglunnar eftir þetta.

  • Matthías verður fátækur út af danska skólanum sem hann er í👍
    SATT, fyrri önninn var nú þegar búin að tæma hann.

  • Sigurdór muni borða kæfu og sykur þetta ár
    SATT, hann tvölfadaði skammtinn sinn meira að segja.

  • Gylfi mun fara í 1v2 og vinna.
    SATT, Hann fer oft í slagi og hefur unnið þá alla.

  • Yahya verður heimsfrægur boxari.
    SATT, hann er orðinn sterkur og flottur maður

  • Jóhann mun missa allt í fjárhættuspilum.
    Satt, hann tapaði öllu í vor en hefur unnið allt aftur með vinnu síðan þá.

  • Tómas mun vinna á veitingastað í sumar
    SATT, hann var duglegur kokkari sem kokkar góðan kokkara mat.

  • Trausti skorar nýtt met í fréttaskrifum
    SATT

  • Karel og Jón Steinar verða heimsfrægir.
    SATT, Karel er orðinn kvikmyndastjarna og Jón Steinar er Jón Steinar.

  • Sólrún verður heimsfræg í því að prjóna.
    SATT, hún fór til útlanda til að læra að prjóna og er nú meistari.

  • Marteinn mun verða víkingur
    SATT, Hann er víkingur.

  • Restin af fólkinu sem komi ekki fram á listanum mun hafa skemmtilegt ár.
    Ósatt, Mikael hafði ekki gott ár.

Vegna þess að Olga gerði ein mistök munu meðlimir reglunnar ræða um hvort eigi að brenna hana á báli þetta ár.

Annars var Janúar bara lélegur mánuður og ekkert skemmtilegt átti sér stað. Við hötuðum okkur sjálf og spiluðum þá Póker allan daginn til að lækna þunglindina.

Hér er eina fréttin sem var líka skrifuð í Janúar og er um hversu lélegur Janúar var.

Febrúar

Í febrúar fór allt á hreyfingu aftur en þunglindin frá janúar hafði langvíð áhrif á okkur eins og þú munt sjá þennan mánuð.

Í þessum mánuði vorum við í slag við 8. bekk sem var stór hópur illa þroskaðra krakka og hér eru nokkrar fréttir um það

Það er líka ein frétt sem útskýrir nánar 8. bekk sem hægt er að finna með þessum slóða
Minni samt á það að þessi frétt á ekki að meina illa.

Við fengum nýjan starfsmann að nafni CHATGPT og hann hefur hjálpað okkur með verkefni og fréttir síðan þá.

Það voru líka að sjálfsögðu dagarnir þrír: Bolludagur, Sprengidagur og Öskudagur
sem hægt er að finna hér

Það voru líka þemadagarnir þrír þar sem við vorum með stöðvar í skólanum, fórum að heimsækja framhaldsskóla og fórum að skíða.
Hægt er að finna það hér

Svo komu út einhver verkefni:

Get afsakað fyrir Snapchat meistaraverk og Jóhann er betri en Matthías en þessi verkefni skiptu í alvöru svo miklu máli 🙏 Ég myndi samt mæla með hinum verkefnunum því þau eru stutt og þægileg að horfa á.

Febrúar var almennt bara mjög góður mánuður fyrir regluna, það komu reyndar nokkur rugl verkefni og fréttir en svona fer reglan stundum.

Mars

Mars var fullur af miklum skemmtilegheitum og vinnu hjá reglunni eins og alltaf.

Fyrst voru allir sammála um það að Adidas væri besta fatamerkið enda er Trausti alltaf að klæða sig þannig, síðan þá hefur líka Yahya klætt sig í Adidas.

Svo var okkur kúað að baka muffins til að hjálpa fólki sem minna mega sín.

Svo kom risastórt atvik og það var afmæli reglunnar 🥳 Við getum ekki verið meira spenntir að heyra þetta, við erum samt orðnir svo miklir forngripir.

Við fundum Sigurdór loksins eftir langa pirrandi feluleikinn hans Þetta er ævintýrafrétt og þið verður að lesa hana!
Hér er slóðinn inn á hana.

Eftir að finna Sigurdór erum við komin u.þ.b. á tíman þar sem við byrjuðum að vinna í Brennu-Njáls sögu myndinni. Við tókum upp fyrstu senurnar einn daginn með hjálp frá Matthíasi sem kom frá Danmörku þó mikilvægasta senan var sleppt því hún var tekin illa og þetta gerði Matthías Pirraðan.
Hægt er að finna fréttina um Matthías keyrandi á upptökustaðinn hér

Það komu út tvö verkefni þennan mánuð og þau voru:

Síðarnefnda verkefnið tók nokkuð langan tíma því það voru nokkuð margir aðilar í því... Snapchat verkefnið var samt engin vinna 😬

Apríl

Apríl var vel upptekinn mánuður og voru þá merkilega fáar fréttir á miða við atburðina sem áttu sér stað. Þessar fréttir höfðu samt flestar mikið innihald.

fyrsta apríl endaði reglan en þetta var auðvitað bara grín því þetta er á fyrsta apríl 😂

Reglan keyrði svo almennilega í Apríl þar sem við fengum yfirlit yfir því helsta sem átti sér stað fyrstu daga mánaðarsins og framhaldið
Hægt er að finna slóðan inn á hana hér

Spurningin er, "er tómatssósa góð". Þetta var umræðuefnið á milli Trausti, Jóhanns og Yahya í apríl. Þetta er alvarlegt mál og er þá meira rætt um þetta í þessari frétt

Svo komu NORSKLENDINGARNIR og ERIK og þá fór heil vika í þá að sjálfsögðu

Í stuttu máli fórum við á Hlíðardalsskóla, kíktum um svæðið í kring og fórum svo á Vestmannaeyjar. Eftir það fórum við heim og seinna fórum við á Þingvelli og beint á eftir í veislu. Í lokin heimsóttu norsku krakkarnir eitt af okkur. Þessi ferð leiddi næstum því til stríðs við Norsklendingana um vatn (alls ekki Trausta að kenna) 🤦

Það vill svo til að 8. bekkingarnir í Noregi voru líka jafn óþroskaðir og okkar 8. bekkingar. Þetta er bara heil kynslóð. Þetta samt þýddi að norsklendingarnir gátu þolað 8. bekkingana því þeir þækja svipað fólk.

Hér eru slóðar um ferðina:

Eftir ferðina var ERIK meðlimur í reglunni og síðan þá hefur hann þurft að sitja á elliheimilinu.

Í lok mánaðarsins hélt Trausti upp á Gameshow sem endaði með tæpum sigri fyrir Jóhanni.

Vinna við Brennu-Njáls sögu hélt áfram á góðum hraða.

Maí

Maí var mjög rólegur mánuður.

Fyrst fór Halli í fjallgöngu

Svo var Yahya á meðan búinn að vinna með mikilli umhyggju þessi tvö verkefni:

Þann 9. maí fóru Trausti og Baldvin í svonenfna "Landafræðislaginn" þar sem þeir börðust harkalega um titilinn "landafræðimeistari".
Keppnin endaði með jafntefli jafnvel þótt Trausti sat á Íslandi og stjórnendur eins og Matthías sátu í Danmörku sem gerði þetta auðveldara fyrir Baldvin því hann var líka í Danmörku Verð samt að gefa Baldvini stig fyrir að vera góður í að nefna höfuðborgir.
Hér er slóði inn á þessa frétt

Svo skemmtum við okkur restina af mánuðinum eins og kemur fram í þessum færslum:

Við enduðum mánuðinn með Brennu-njáls stiklunni sem kom út til að undirbúa fólk fyrir fullri myndinni sem myndi ekk koma strax. Við vorum búin að taka upp allt en áttum eftir að klippa flest í lok Maí.

Júní

Júní var sérstakur mánuður því þetta er útskriftarmánuður hjá mörgum í reglunni alveg eins og síðasta ár.

Við fórum í útskriftarferð sem var þriggja daga löng og gerðum allskonar skemmtilegt um Suðurlandið.

Við erum mjög þakklát fyrir þessa ferð.

Eftir þetta fórum við í Geoguessr þar sem Trausti, Matthías, Tómas, Sigurdór og Baldvin og Trausti algjörlega rústaði

Svo fórum við og unglingastigið í ratleik sem Karel og Jón Steinar skipulögðu. Okkar hópur (Trausti, Jóhann, Tómas, Yahya og Einar) vann að sjálfsögðu 👍

Svo kemur að útskriftinni 🥳

Þeir sem útskrifast eru

  • Trausti
  • Jóhann
  • Tómas
  • Mikael
  • Solveig
  • Lísa

Þetta þýðir að allir stofnendur eru nú ekki lengur í skólanum en hinsvegar verður Yahya áfram næsta ár og hefur hingað til þurft að díla við 8. bekkinn sem er nú í 9. bekk. Sumarið hefst líka formlega núna og allir taka því rólega og fara í sumarvinnu og nú meira en helmingur reglunnar kominn á eftirlaun

Sumarið hefst með því að Jóhann og Trausti hittast á Akureyri í mjög stutta stund
Slóði hér

Danski skólinn hefur kennslu alveg til lok Júní og er þá Matthías laus úr skólanum miklu seinna en hann kemur heim loksins allur blóðugur eftir bardaga við Viborgingana með stuðning frá Gavrilo
Slóði hér

Júlí

Júlí er lang rólegasti mánuður ársins hjá hópnum.

  • Yahya fer í Bónus, sem er stórkostlegt.

  • Biskupsþingið er stofnað þar sem meðlimir geta spjallað saman almennilega.

  • "Héðan í frá má enginn hunsa neinn" var sagt á Biskupsþingi af Gylfa og allir fylgdu með því raddir allra skipta máli.
    Slóði hér

Í lok mánaðarsins heimsótti Trausti Matthías reglulega til þess að klára að klippa Brennu-Njáls sögu eftir tveggja mánaða bið.

Fréttin um heimsókninar er reyndar 2. ágúst en samt sem áður er lang flest í henni gerist í Júlí. Hér er slóði á hana

Ágúst

Loksins þann 2. ágúst klára Trausti og Matthías að klippa Brenndan-Njál og var myndin sett upp sama dag á vefsíðuna sem hægt er að finna hér

Stárkarnir fóru líka að Brenna-Njál (horfa á myndina) sem endaði með ævintýralegum atburðum þar sem Trausti, Yahya og Jóhann enduðu heima hjá Marteini að horfa á hana þar.
Slóði er hér

Þann 3. ágúst er Jóhann loksins kominn á eftirlaun því samkvæmt eftirlauna reglum má hann ekki vera aðalhlutverk í stóru verkefni sem er í vinnslu.

Jóhann og Matthías fara til útlanda báðir þann 10. ágúst. og hafa mismunandi sögur að segja. Matthías brotlendir vel í Færeyjum en Jóhann lendir í miklum slagi í Danmörku á leiðinni í sama skóla og Matthías (ári fyrr) Slagurinn er samt harður og Jóhann er með Gavrilo til fylgdar en í lok slagsins nær Jóhann að flýja en Gavrilo er tekinn dauður í burtu til Viborgar. Þó er ekki vitað fullkomnlega hvort Gavrilo sé dauður við höldum það bara.

Slóðar:

Skólarnir hófust svo aftur og voru þá allir uppteknir að kynnast nýju fólki og reyna að lifa þessu lífi.

September

Skólarnir halda áfram eins og þegar Trausti fór í útskriftarferð og verður tolleraður í MR.

Þann 11. september var venjulegur dagur.

Október

Skólarnir halda áfram og Jóhann kemur heim til Íslands þann 13. október til 20. október og þá gerast skemmtilegir hlutir

Þessar fréttir útskýra nokkuð vel hvað gerðist á meðan Jóhann var hér á Íslandi.

Í lok október hófst "Sigurþórsmálið" sem er flókið mál sem hefur að gera með Sigurþór og hvað hann hefur verið að gera sem spæjari Viborgingana en líka gestur reglunnar, meira ruglið 🤦 \

Málið verður rætt meira um í næsta mánuði

Nóvember

"Sigurþórsmálið" heldur áfram sínum gang.

Í stuttu máli þá vekja grundsemdir um Sigurþór að hann sé spæjari Viborginga sem verða svo sannar. Svo er hann sendur í fangaklefa og haldinn undir dómi og þar sem samþykkt að hleypa honum burt til Viborgar í stað þess að fara í fangelsi vegna þess að Skafti lögmaður náði að sigra með Sigurþóri dóminn.

Eftir þetta taka Rónaldó og Messi aftur við AI myndbönd af þeim eru sett á regluna því afhverju ekki
Slóði er hér

Í lok Nóvember vildi Gylfi sjá breytingu í reglunni og núna síðasta mánuð hafa viðræður haldið áfram um framtíð reglunnar. Slóði er hér

Desember

Nú hefjast að sjálfsögðu jólaprófin í skólunum og var þá ekki mikið að frétta fyrr en á kirkjujólunum þar sem nokkrir útskriftarmeðlimir, Jóhann (nýlega kominn heim) Yahya, Karel, Jón Steinar, Haraldur og fleiri hittumst og höfðum hátíðlegheit.

Matthías kom heim daginn eftir og þá voru allir í reglunni komnir aftur heim og eftir það hófust almennilega jólin og allir voru með fjölskyldum sínum og þið vitið.

Hér eru allar fréttirnar:

En núna erum við komin á þann 31. desember þar sem þessi frétt kemur út og hef ég þá útskýrt allt sem gerðist þetta ár.

Takk fyrir mig

Framhaldið

Það er nóg framundan, árið 2025 verður stórt ár og eins og hefur verið minnst á hér í Nóvember munum við uppfæra regluna, bæta við hlutverkum og gera hana skemmtilegari, jafnvel bæta verslun og svo framvegis Við viljum ekki heldur að öll reglan sé full af gamlingjum eða hafa fullt af tilgangslausum fréttum og verkefnum. Það vantar tilgang og meiri samstöðu í málum. Fyrri hluti ársins 2025 verða allir hér á Íslandi sem mun verulega hjálpa. Vonum bara það allra besta.

Hafið þið það gott og sjáumst árið 2025

🎉 Gleðilegt nýtt ár 🎉