Gefið út

Dagarnir þrír

Rithöfundar

Í gær enduðu svokölluðu dagarnir þrír, skemmtilegir dagar sem heita Bolludagur, Sprengidagur og Öskudagur og hafa allir sínar eigin einstöku hefðir.

Efnisyfirlit

Bolludagur

Bolludagur er alltaf fagnaður á Mánudegi og á þá borðar fólk bollur og flengja hvort annað og segja „bolla“.

Bollur

Á þeim degi fengum við í 10. bekk að búa til bollur og gefa til yngri krakkana því við erum svo góðhjörtuð. Við erum svo ánægðir að þurfa ekki að vinna með 8. bekk í því að búa til bollur því annars hefðum við þurft að gera eitthvað ósegjanlegt.

Jóhann elskaði bollur og borðaði 4 en ég og Yahya vorum ekki eins svangir menn og borðuðum í hófi.

Sprengidagur

Sprengidagur er alltaf fagnaður daginn eftir bolludag og þá á fólk að borða saltkjöt og baunir

Saltkjöt og baunir

Ég, Jóhann og Jón Steinar fengum okkur djússi sprengidagsmat en Yahya hafði ekki mikla list á þessum mat.

Eftir daginn þurftum við 3 að skella okkur á spítalann því maginn okkar sprakk því við borðuðum svo mikið.

Öskudagur

Öskudagur er alltaf fagnaður daginn eftir sprengidag og er langbesti dagurinn af þessum þrem. Á Öskudegi má fólk klæða sig í allskonar búninga, leika sér, slá köttinn í tunnunni og svo sníkja nammi um kvöldin.

Donald trump búningur

Ég, Jóhann og Yahya spiluðum fyrst leiki en fórum svo að leika okkur í salnum þar sem við hlógum að litlu krökkunum í blöðru leik. Við unnum samt ekki leikinn því við vildum ekki særa litlu krakkana og gera þá sorgmædda.

Næstum var kötturinn í tunnunni drepinn því eftir að við opnuðum tunnunna, þá ákvað 8. bekkur að berja köttinn til dauða því þeim finnst það gaman.

slá köttinn úr tunnunni frétt

Matthías kom frá Danmörku sérstaklega fyrir þennan dag og við fengum okkur pylsur með honum. Matthías minntist þess þegar Jóhann dýfði pylsu sinni í vatn því hann var geðbilaður drengur þá, en í dag hefur Jóhann þroskast eitthvað og hefur ekki gert sömu mistök síðan.

  • Sjá nánar um þá frétt hér

Við tókum svo upp raunvörulegt atvik sem átti sér stað árið 2013 þegar Haraldur hárfagri konungur Noregs og Aðalráður konungur Englands hittust.