Gefið út

Gunnlaugs saga ormstungu

Rithöfundar

Kvikmyndin

Stiklur

Vill svo til að þetta myndband hefur myndatexta (subtitles)

Ef Vídeóið vill ekki spilast er hægt að skoða það á Youtube

Ónotaðar senur (deleted scenes) úr kvikmyndinni

Efnisyfirlit

Tímatal Sögu

Ártal
Atburður
u.þ.b. 984Gunnlaugur og Helga fæðast
1002Gunnlaugur fer utan
1002 - 1003Gunnlaugur er með Aðalráði í Lundúnum
1004Hrafn og Gunnlaugur hittast hjá Ólafi konunga sænska.
1004 - 1006Gunnlaugur er með Aðalráð í 2 vetur
1005Hrafn biður Helgu á alþingi; Gunnlaugur er hjá Aðalráð
1006Helga er föstnuð Hrafni um vorið; brauðkaup Hrafnar og Helgu um haustið; Gunnlaugur kemur heim um haustið
1007Hólmganga Gunnlaugs og Hrafns á þingvöllum; Þeir fara utan
1007 - 1008Gunnlaugur er í Orkneyjum; Hrafn er í Þrándheimi
1008 - 1009Gunnlaugur er á Hlöðum; Hrafn í Lifangri
1009Hrafn og Gunnlaugur falla.

Sagan

Draumur Þorsteins

Eitt sumar kom Bergfinnur til Íslands þar sem að Þorsteinn bóndi tók á móti honum. Bergfinnur var norrænn að ætt, auðigur að fé, heldur við aldur og vitur maður. Einn daginn um vorið lét Þorsteinn illa í svefni og er hann vaknaði spurði Bergfinnur hvað hann hefði dreymt er hann lét svo illa í svefni. Þorsteinn segir að ekkert sé að marka drauma en hann segir Bergfinn drauminn undir því skilyðri að hann ráði drauminn. Bergfinnur segir að Jófríður sé ólétt og mun fæða fagurt barn en göfgir menn munu biðja hennar, leggja á hana ofurást og berjast um hana en þeir munu báðir látast af því efni. Því næst mun hinn þriðji maður biðja hennar og þeim mun hún gift vera. Þorsteinn segir að draumurinn hefur verið illa ráðinn og lagði fæð á Begfinn. Bergfinnur fór á brott um sumarið og kemur ekki fram aftur í sögunni. Gunnlaugur fastnar sér Helgu Þegar Gunnlaugur var 12 vetra langar hann að fara utan en Illugi faðir hans leyfir honum það eigi. Gunnlaugur fer þá til Borgar þar sem hann hittir Þorstein, son Egils. Þorsteinn býður Gunnlaugi að vera í Borg og Gunnlaugur þiggur boðið. Einn daginn spyr Gunnlaugur Þorstein hvort hann megi fastna sér Helgu. Þorsteini finnst það óþarfi en þegar Gunnlaugur spyr aftur þá segir „Ger sem þú vilt”. Gunnlaugur fastnar sér Helgu. Gunnlaugur vesenast svo eitthvað í 6 ár en kemur svo aftur til Þorsteins til að giftast Helgu. Þorsteinn vill eigi leyfa Gunnlaugi að giftast Helgu. Illugi ræðir svo aðeins við Þorsteinn og þeir semja að Helga verði heitkona í þrjú ár á meðan Gunnlaugur fer til útlanda til að skapa sig eftir góðra manna siðum.

Ef Vídeóið vill ekki spilast er hægt að skoða það á Youtube

Gunnlaugur móðgar jarl Noregs

Gunnlaugur fer svo til Noregs þar sem hann kveður kvæði fyrir Eirík jarl. Eiríki líkar eigi við kvæði Gunnlaugs og Gunnlaugur svarar dónalega. Eiríkur jarl lætur fjarlægja Gunnlaug úr Noregi og segir að hann megi aldrei láta sjá sig þar aftur.

Gunnlaugur Í Englandi

Gunnlaugur fer svo til Englands. Aðalráður konungur réð þá yfir Englandi og Gunnlaugur kveður kvæðið sitt fyrir hann. Aðalráði líkar vel við kvæði Gunnlaugs og gefur honum skarlatsskikkju að bragarlaunum. Aðalráður konungur biður svo Gunnlaug að selja sér fé og Gunnlaugur gerir það. Stuttu seinna finnur Gunnlaugur víking, Gunnlaugur biður víkinginn að gefa sér fé en víkingurinn gefur honum eigi fé. Gunnlaugur kveður þá vísu sem er í rauninni bara hótun og svo skorar hann víkinginn á hólm. Gunnlaugur lætur Aðalráð vita og hann gefur honum sverð fyrir hólmgönguna. Víkingurinn þykist vera eitthvað merkilegur og segist ekki vera hræddur við sverð Gunnlaugs. Víkingurinn heggur til Gunnlaugs og Gunnlaugur heggur banahögg til Víkingsins. Aðalráð þakkar Gunnlaugi fyrir að vera svona mikil snillingur og gefur honum gullhring.

Gunnlaugur í Írlandi

Gunnlaugur fór svo til Írlands þar sem Sigtryggur konungur réð yfir landi. Gunnlaugur fór til Sigtryggs og kvað kvæði fyrir hann. Sigtryggur þakkaði Gunnlaugi fyrir ljóðið og bauð honum kaupskip í laun fyrir kvæðið. Gunnlaugur afþakkaði kaupskipinu því honum fannst það of mikil laun. Sigtryggur gaf þá Gunnlaugi klæði sín, kyrtil, skikkju og gullhring. Gunnlaugur þakkaði Sigtryggi vel og dvaldi í Írlandi í smá stund áður en hann hélt af stað til Orkneyja.

Gunnlaugur í Orkneyjum

Í Orkneyjum réð Sigurður jarl, honum líkaði vel við Íslenska menn. Gunnlaugur kvað vel ort lofkvæði fyrir Sigurð og Sigurður gaf honum breiðöxi skreytta silfri að launum fyrir kvæðið.

Gunnlaugur í Svíþjóð

Gunnlaugur hélt nú austur í svíþjóð, þar réð Sigurður jarl. Gunnlaugur kveður kvæði fyrir Sigurð og Sigurður launaði honum vel og bauð honum að vera hjá sér um veturinn. Gunnlaugur þáði boðið og var hjá Sigurði yfir veturinn. Um jólin hélt Sigurður jólaboð mikið og sendimenn frá Noregi komu þangað. Þar var rifist um hvor jarlin væri betri, Sigurður eða Eiríkur. Gunnlaugur var valin útskurðamaður um þetta mál þá kvað hann vísu og sagði svo að Eiríkur væri betri. Þegar sendimennirnir sögðu Eiríki þetta fannst Gunnlaug hafa sýnt við sig einurð og vináttu og lét fólkið sitt vita að Gunnlaugur væri eigi bannaður úr Noregi lengur. Gunnlaugur og Hrafn hittast í svíþjóð Gunnlaugur fer nú til Ólafs konung svíþjóðar, þar hittir Gunnlaugur Hrafn Önundarson. Gunnlaugur og Hrafn kveðja kvæði fyrir Ólaf og Gunnlaugur gerir grín að kvæði Hrafns. Stuttu seinna var Hrafn að fara að leggja af stað til Íslands en fyrst lét hann Gunnlaug vita að þeir eru ekki vinir því Gunnlaugur reyndi að valda Hrafni skömm fyrir framan konunginn. Hrafn reynir að fastna sér Helgu Þegar Hrafn kom til Íslands fór hann til Þorsteins að biðja Helgu dóttur hans. Þorsteinn segir að hún sé heitkona Gunnlaugar en Hrafn minnir hann á að komnir séu þrír vetur. Þorsteinn vill samt bíða því sumrinu er eigi lokið og Gunnlaugur gæti enn komið heim þetta sumar. Gunnlaugur dvelur hjá Aðalráð Á sama tíma er Hrafn fór til Íslands fór Gunnlaugur til Englands þar sem Aðalráður tók vel á móti honum. Gunnlaugur dvaldi þar í eitt ár og fór svo til Noregs og fann Eirík jarl. jarl tók vel á móti honum og bauð honum að vera með sér. Gunnlaugur kvaðst vilja fara til Íslands á vit festarmeyjar sinnar.

Hrafn giftist Helgu

Þegar Gunnlaugur kom í land á Íslandi stökk fótur Gunnlaugs úr liði. Gunnlaugur þarf að komast til Borgar áður en Hrafn og Helga gifta sig en hann er ófær vegna þess að hann er slasaður á fæti.

Hrafn og Helga eru að gifta sig í Borg en það sést langar leiðir að Helgu langar bara ekkert að giftast Hrafni. Eftir brúðkaupið kemur Gunnlaugur til Helgu og þau tala lengi saman og Gunnlaugur kveður kvæði fyrir Helgu. Eftir samtal þeirra gefur Gunnlaugur Helgu skikkjuna og Aðalráðsnaut, sverð Aðalráðs. Helga þakkaði Gunnlaugi vel fyrir gjöfina.

Hólmgangan

Eftir að Gunnlaugur kom aftur til Íslands missti Helga allan áhuga á Hrafni. Samskipti milli Hrafns og Gunnlaugs versna og Gunnlaugur skorar Hrafn á hólm. Áður en Gunnlaugur gengur út í hólminn kveður hann vísu og Hrafn svarar með sínu eigin kvæði. Hrafn heggur að Gunnlaugi og Gunnlaugur fær sár á kinnina en sverð Hrafns brotnar. Gunnlaugur segir að Hrafn tapaði því hann er vopnlaus en Hrafn segir að Gunnlaugur tapaði því hann er sár orðinn.

Hrafn deyr

Hrafn og Gunnlaugur ferðast svo saman til Noregs til að enda ágreining þeirra. Í Noregi versna samskipti þeirra og Gunnlaugur heggur fót Hrafns af. Hrafn biður Gunnlaug að færa sér vatn úr læknum úr hjálmi Gunnlaugar. Gunnlaugur fyllir hjálm sinn að vatni og færir Hrafni en Hrafn stingur Gunnlaug í höfuðið. Þá berjast þeir af ákafa og Hrafn lætur þar líf sitt. leiðtogar jarls bundu höfuðsár Gunnlaugs en hann lét líf sitt þrem dögum seinna.

Gunnlaugi er hefnt

Heima um sumarið dreymdi Illuga svarta að Gunnlaugur kom að sér blóðugur mjög og kvað vísu. Illugi mundi vísuna og er hann vaknaði kvað hann hana fyrir öðrum. Sami atburður varð suður að Mosfelli hina sömu nótt er Önund dreymdi að Hrafn kæmi að sér alblóðugur og hvað vísu. Önundur mundi vísuna og er hann vaknaði kvað hann hana fyrir öðrum. Á alþingi að Lögbergi bað Illugi Önund um bætur við svik Hrafns en Önundur neitar því og þeir rífast. Um haustið reið Illugi til Mosfells með þrjá tíu manna, Önundur komst í kirkju með synum hans en Illugi tók frændur hans tvo. Annar hét Björn en hinn hét Þorgrímur, Illugi lét drepa Björn og fóthöggva Þorgrím. Eftir þetta reið Illugi heim og Önundur fékk aldrei bætur fyrir þetta. Hermund þótti ekki ekki Gunnlaugs hefnt og um vorið reið Hermundur til Hrútafjarðar og út á Borðeyri til skips kaupmanna. Hrafn stýrimaður var á landi og margir menn voru hjá honum, Hermundur reið að honum og lagði í gegnum hann spjót og reið þegar í brott. Engar komu bætur fyrir víg þetta og með þessu skilur skipti Illuga og Önundar.

Hinn þriðji maður

Þorsteinn gifti Helgu dóttir sína manni er hét Þorkell, hann bjó í Hraunsdal og fór Helga til bús með honum. Helga elskaði Þorkell lítið og hætti aldrei að hugsa um Gunnlaug þótt að hann væri dauður. Þorkell var þó hraustur maður, ríkur og gott skáld, þau eignuðust börn tvo sem þau létu heita Þórarinn og Þorsteinn. Helgu þótti gaman og skoða skikkjuna er Gunnlaugur hefði gefið henni og eitt sinn er kom þar mikil sótt á bæ veiktust margir lengi og Helga veiktist þá einnig. Eitt laugardagskvöld sat Helga í eldskála og lét senda eftir skikkjunni. Þegar skikkjan kom til hennar horfði hún á hana um stund og síðan hné hún í fang Þorkels og var þá dáinn. Þorkell kvað þá vísu og svo var Helga færð til kirkju en Þorkell bjó þar eftir og þótti dauði Helgu allmikið fráfall.

Ljóð

Þýðingar ljóða og kvæða sem fram koma í bókinni. Í kvikmyndinni eru aðeins nokkar af þessum vísum notaðar.

Mörk bauð eg mundangs sterkum manni, tyggja ranna. Grásíma skaltu góma glóðspýtis það nýta. Iðrast muntu ef yðrum allráðr flóða úr sjóði lætr eyðanda líða linns samlagar kindar.

Ég bauð meðalsterkum manni mörk. Skaltu þiggja silfur hins blóðuga manns, því þú munt iðrast ef þú lætur það ganga þér úr greipum.

Hirðmaður er einn, sá er einkar meinn Trúið honum vart, hann er illr og svartr.

Hirðmaður þessi er mjög illur. Trúið honum varlega.

Her sést allr við örva Englands sem guðs engil. Ætt lýtr grams og gumna gunnbráðs Aðalráði.

Allir herir óttast hinn örláta konung Englands sem hann væri guð. Ætt hins herskáa konungs og ætt (allra) manna (þ.e. allir landsmenn) lúta Aðalráði.

Meðalráð er þér Móði málma galdrs að halda, att hafið þér við prettum oddrjóð, fyrir mér hoddum. Vita máttu hitt að eg heiti, hér sé eg á því færi, það fékkst nafn af nökkvi, naðrstunga, mér ungum.

Það er ekki mjög skynsamlegt af þér, hermaður, að halda fé fyrir mér. Þú hefur beitt mig brögðum. Vita skaltu að mér var ungum gefið nafnið ormstunga og ekki að ástæðulausu. Nú fæ ég tækifæri til að sýna það.

Koma skal eg víst að vitja vígsdöglinga þriggja, því hef eg hlutvöndum heitið, hjarls og tveggja jarla. hverfka eg aftr áðr arfi, auðveitir gefr rauðan ormabeð fyrir ermar, odd-Gefnar mér stefni.

Ég þarf að vitja þriggja konunga og tveggja jarla. Því hef ég lofað góðum mönnum. Ég sný ekki aftur fyrr en konungur stefnir mér til orrustu. Hann gefur mér rauðan gullhring að bera.

Elr sváru skæ Sigtryggr við hræ. Kann eg máls of skil hvern eg mæra vil konungmanna kon, hann er Kvarans son. Muna gramr við mig, venr hann gjöfli sig, þess mun grepp vara, gullhring spara. Segi siklingr mér ef hann heyrði sér dýrlegra brag, það er drápu lag.

Sigtryggur elur úlf á hræjum. Veit ég vel um hvern ég vil yrkja lof, en það er afkomandi konunga, sonur Kvarans. Konungurinn, sem er örlátur, mun ekki sjá eftir gullhring til að gefa mér. Það er trú skáldsins.

Segið ér frá jarli, oddfeimu stafir, þeima, hann hefir litnar hávar, hár karl er sá, bárur. Sigreynir hefir sénar sjálfr í miklu gjálfri austur fyrir unnar hesti Eiríkr bláar fleiri.

Þið hermenn segið frá þessum jarli, hinum gráhærða Sigurði, sem hefur litið háar öldur. En Eiríkur hefur séð fleiri slíkar öldur fyrir austan.

Ræki eg lítt þó leiki, létt veðr er nú, þéttan austanvindr að öndri andness viku þessa. Meir sjáumk hitt, en hæru hoddstríðandi bíðit, orð að eg eigi verði jafnröskr talinn Hrafni.

Ég óttast ekki þótt austanvindurinn leiki kröftuglega um skipið þessa viku. Ég óttast meira að verða ekki álitinn jafnoki Hrafns en það að verða ekki gamall.

Munat háðvörum hyrjar hríðmundaðar Þundi hafna hörvi drifna hlýða jörð að þýðast því að lautsíkjar lékum lyngs, er vorum yngri, alnar gims á ýmsum andnesjum því landi.

Orðvari hermaðurinn (Hrafn) mun ekki ná ástum hinnar línklæddu konu (Helgu), því þegar við vorum yngri hafði hún mikla ástúð á mér.

Hugðumst orms á armi ý döggvar þér höggvinn, væri, brúðr, í blóði beðr þinn roðinn mínu, knættit endr um undir ölstafns Njörun Hrafni, líka getr það lauka lind, höggþyrnis binda.

Mér fannst ég vera höggvinn með sverði í faðmi þínum og að rúm þitt væri roðið blóði. Konan (Helga) gat ekki bundið um sárið. Grét hún það ekki.

Ormstungu varð engi allr dagr und sal fjalla hægr síð er Helga hin fagra Hrafns kvonar réð nafni. Lítt sá höldr hinn hvíti, hjörþeys, faðir meyjar, gefin var Eir til aura ung, við minni tungu.

Ég (Ormstunga) hef ekki litið glaðan dag hér á jörðu síðan Helga hin fagra var gefin Hrafni. Hinn ljósi maður, faðir hennar, hafði orð mín að engu og gaf hina ungu konu til fjár.

Væn á eg verst að launa, vín-Gefn, föður þínum, fold nemr flaum af skaldi flóðhyrs, og svo móður, því að gerðu Bil borða bæði senn und klæðum, her hafi hölds og svarra hagvirki, svo fagra.

Ég á föður þínum og móður grátt að gjalda sem sviptu mig (skáldið) gleði minni. Þau sem í sameiningu skópu hina fögru stúlku. Helga hin fagra var gefin Hrafni. Skrambinn hafi þá fögru smíð (þ.e. það sem foreldrar Helgu bjuggu til).

Samira okkr um eina, Ullr beinflugu, Fullu, frægir fólka Ságu, fangs í brigð að ganga. Mjök eru margar slíkar, morðrunnr, fyrir haf sunnan, ýti eg sævar Sóta, sannfróðr, konur góðar.

Okkur sæmir ekki að deila um eina konu. Þú veist að margar slíkar konur er að finna fyrir sunnan haf. Ég ýti skipi á flot.

Gefin var Eir til aura ormdags hin litfagra, þann kveða menn né minna minn jafnoka, Hrafni, allra nýstr meðan austan Aðalráðr farar dvaldi, því er menrýris minni málgráðr, í gný stála.

Hin fagra kona var gefin til fjár, Hrafni, sem menn telja minn jafnoka, meðan Aðalráður tafði mína för vegna orrustu. Því er mér þungt í skapi.

Nú em eg út á eyri alvangs búinn ganga, happs unni goð greppi, gert, með tognum hjörvi. Hnakk skal Helgu lokka, haus vinn eg frá bol lausan loks með ljósum mæki ljúfsvelgs, í tvö kljúfa.

Nú er ég tilbúinn að ganga með brugðið sverð til hólmgöngu á þingstað. Guð gefi skáldinu sigur. Ég mun höggva höfuðið af Hrafni og kljúfa hann í herðar niður með björtu sverði.

Veitat greppr hvor greppa gagnsælli hlýtr fagna. Hér er bensigðum brugðið. Búin er egg í leggi. Það mun ein og ekkja ung mær, þó að við særumst, þorna spöng af þingi þegns hugrekki fregna.

Skáldið veit ekki hvort skáldanna mun hljóta sigur. Hér er sverðum brugðið, og eggin er tilbúin að höggva bein. Ekki mun unga ekkjan fá fregnir af öðru en hugrekki mínu.

Alin var rýgr að rógi, runnr olli því Gunnar, lág var eg auðs að eiga óðgjarn, fira börnum. Nú eru svanmærrar síðan svört augu mér bauga lands til lýsi-Gunnar lítilþörf að líta.

Konan var borin (fædd) til að ala á deilum milli manna og því olli hermaðurinn Þorsteinn á Borg eða Hrafn?. Ég vildi ólmur eignast konuna, en nú gagnast mér lítið að horfa svörtum augum til þessarar svanfríðu snótar.

Brámáni skein brúna brims af ljósum himni Hristar hörvi glæstrar haukfránn á mig lauka. En sá geisli sýslar síðan gullmens Fríðar hvarma tungls og hringa Hlínar óþurft mína.

Augu hinnar línklæddu konu litu á mig en það augntillit veldur okkur báðum leiða og angri. (vísa þessi er einnig að finna í Kormáks sögu)

Hlóð, áðr Hrafni næði, hugreifum Óleifi Göndlar þeys og Grími Gunnlaugr með hjör þungum. Hann varð hvatra manna hugmóðr drifinn blóði, Ullr réð ýta falli unnviggs, bani þriggja.

Áður en Gunnlaugur gæti snúið sér að Hrafni felldi hann bæði Ólaf og Grím með þungu sverði sínu. Hann var hugrakkur og banaði þremur mönnum.

Oss gekk mætr á móti mótrunnr í dyn spjóta hríðgjörvandi hjörva Hrafn framlega jafnan. Hér varð mörg í morgun málmflaug um Gunnlaugi, hergerðandi á Hörða hringþollr, nesi Dinga.

Hinn mæti maður (Hrafn) gekk af hugrekki móti mér. Hér dundi spjótadrífa á Gunnlaugi í morgunsárið.

Vissi eg Hrafn, en Hrafni hvöss kom egg í leggi, hjaltugguðum höggva hrynfiski mig brynju, þá er hræskærri hlýrra hlaut fen ari benja. Klauf gunnsproti Gunnar Gunnlaugs höfuð runna.

Ég hjó með hvassri sverðsegg í fót Hrafns. Örninn hlaut blóð heitra sára. Sverð hermannsins veitti Gunnlaugi sár á höfði.

Roðið sverð en sverða sverð-Rögnir mig gerði. Voru reynd í röndum randgálkn fyrir ver handan. Blóðug hygg eg í blóði blóðgögl of skör stóðu. Sárfíkinn hlaut sára sárgammr enn á þramma.

Sverðið var roðið blóði en hermaðurinn hjó í mig með sverði. Sverðum var brugðið handan við haf. Blóðugir hræfuglar munu hafa staðið yfir mér og blóðþyrstur hræfugl óð blóðlækinn.

Lagði eg orms að armi armgóða mér tróðu, guðbrá Lofnar lífi líns, andaða mína. Þó er beiðendum bíða bliks þungara miklu.

Lagði ég hina góðu konu andaða í faðm mér. Guð tók líf hennar. Þeim sem eftir lifa er þyngra í sinni.