Gefið út

Orkneyinga saga

Rithöfundar

Orkneyinga saga, saga jarla í Orkneyjum. Ekki er vitað hver skrifaði söguna, líklegast var það Snorri Sturluson en enginn getur verið fullviss hvort það sé satt. Sagan var skrifuð á 13. öld, hún fjallar um norræna jarla í Orkneyjum og víkinga sem leitast þess að flýja Noreg og er sagan mikilvæg heimild jarldóms í Orkneyjum á þessum tíma. Við fáum að sjá hvernig Haraldur hárfagri tókst á við svikara og fáum að vita hvernig víkingar börðust saman. Í mörgum íslendingasögum sem við lesum í skólanum fáum við að kynnast lífi í Noregi og á íslandi á víkingaöld en við fáum ekki miklar upplýsingar um hvernig það var þegar menn fóru í víking. Í Orkneyinga sögu lærum við meira um það, víkingarnir drepa og stela og fara svo á næsta bæ og halda þessu áfram.

Efnisyfirlit

Fyrir áramót, þegar ég átti að velja bók fyrir kjörbókarritgerð ætlaði ég að velja Orkneyinga sögu þar sem ég vissi að þar er fjallað um blóðörninn sem mér hefur alltaf langað að lesa um. Mér tókst samt aldrei að finna bókina á íslensku, aðeins á forn norrænu máli og las því Gunnlaugs sögu í staðinn. Gunnlaugs saga fjallar um ljóðskáldið Gunnlaug og varð sagan fljótt ein af mínum uppáhalds sögum þar sem ég hef svo ósköp gaman af gömlu máli og voru vísur Gunnlaugs ortar á eldra máli. Gunnlaugur ferðast um útlönd og hittir marga jarla en er ég byrjaði að lesa Orkneyinga sögu komst ég að því að í sögunni er fjallað um sömu jarla sem ég las um í Gunnlaugs sögu. Mér tókst aldrei að finna söguna á íslensku og las hana því á forn norrænu máli. Ég var mikið lengur að lesa söguna en ég hélt þar sem ég þurfti að þýða gamla málið yfir í íslensku en þrátt fyrir það naut ég þess að lesa söguna þar sem mig hefur langað að lesa hana síðan í fyrra.


Fundinn Noregur

Í Flateyjarbók er kafli sem heitir ,,Hversu Noregr byggðist”, þetta er stuttur og skemmtilegur kafli sem rennir aðeins yfir hvernig Noregur fannst. Í Orkneyinga sögu er einnig kafli sem fjallar um þann atburð en til þess að öðlast betri skilning las ég báðar sögurnar. Sögurnar tvær fjalla um sama atburð en fylla samt upp í holur hjá hvor annarri.

Fornjótur hét maður er réð yfir Finnlandi, hann átti þrjá syni, sá fyrsti hét Hlér, annar Logi og hinn þriðji hét Kári. Kári átti son sem hét annað hvort Frosti eða Jökull en sögurnar tvær eru ekki sammála þar. Hann var faðir Snæs konungs, Snær átti fjögur börn, þau Þorra, Fönn, Drífu, og Mjöll. Þorri var blótmaður mikill og átti hann tvo syni og eina dóttur, synir hans voru þeir Nór og Gór en dóttir hans hét Góa. Einn vetur er Þorri var að halda þorrablót fékk hann þau tíðindi að dóttir hans Góa væri horfin. Hennar var leitað í mánuð en hún fannst aldrei og er þessum mánuði lauk lét Þorri blóta til þess að þeir yrðu vissir um hvar Góa væri niður komin, þeir kölluðu blót þetta Góublót og mánuður þessi var þekktur sem Góa eftir það. Þeim tókst aldrei að finna Góu og þrem árum síðar strengdu þeir Nór og Gór heit að þeir skyldu finna Góu.

Þeir bræður skiptu upp leitinni þannig að Gór skyldi leita á eyjum og útskerum en Nór skyldi leita á landinu. Gór lagði strax til skips en Nór beið til veturs eftir góðu skíðaveðri, Nór hélt svo af stað norður þar til hann hitti samíska fólkið. Nór bað þá að hleypa sér í gegnum landsvæði þeirra en samarnir vildu ekki hleypa honum í gegn. Nór ákvað þá að sýna þeim nýja flotta sverðið sitt og þá sviptist þeim hugur og Nór var hleypt í gegn, hann fór vestur og svo fór hann suður niður skandinavíu. Nór kom að fjöllum sem við þekkjum í dag sem Skandinavíufjöll og fór hann vestur yfir fjöllin þar sem hann barðist við og drap fjóra konunga. Sá fyrsti hét Vei, annar hét einnig Vei hinn þriðji hét Hundingur og hinn fjórði hét Hemingur. Nór hélt svo inn í Þrándheimsfjörð þar sem hann barðist hart gegn fólkinu sem bjó í kringum fjörðinn og að lokum drap hann alla þar. Nór eignaði sér allt landið þar í kring og alla leið að Mjøsa vatni, þar næst fór hann í Sogndal þar sem hann drap Sokna konung og tók yfir konungdæmi hans.

Nú var Nór búinn að leggja undir sig mest allan Noreg er hann hitti Gór bróður sinn í Norafirði. Hvorugur þeirra hefði heyrt frá Góu en Gór hafði lagt undir sig allt það land er ytra var. Áfram hélt hann að Heiðmörk þar er bjó konungur að nafni Hrjólfur. Hrjólfur var sonur Svaða, risa frá Dovre fjalli og Áshildar, dóttur Eysteins. Hrjólfur hafði tekið Góu og gert hana að konu sinni og eftir langan bardaga milli Nórs og Hrjólfs komust þeir að sáttum. Hrjólfur fékk að halda Góu konu sinni og Nór fékk að giftast Höddu, systur Hrjólfs. Að lokum koma þeir bræður saman og skiptu landinu á milli sín, Nór fengi allt meginland og var það nefnt Noregur í höfuð á honum en Gór fengi allar eyjar og útsker.


Ættartala Haralds hárfagra

Nú er hef ég rætt um hvernig Nór fann Noreg, drap alla þar og sagðist svo vera sá fyrsti er fann Noreg. Orkneyinga saga fjallar um svo miklu meira en bara fund Noregs og er sú saga aðeins lítill formáli í sögunni sjálfri. Sagan sjálf byrjar á tíma Haralds hárfagra og því finnst mér mikilvægt að vita hvernig Nór og Gór tengjast Haraldi.

Nór eignaðist þrjá syni, sá fyrsti hét Þrándur, annar Garðar og hinn þriðji Raumur. Þrándur fékk svæðið sem í dag heitir Þrándheimur, Garðar var kallaðar Garðar Agði og fékk svæðið sem í dag heitir vestur og austur Agðir, Raumur fékk svæðið í kringum Rauma-á sem í dag heitir Raumsdalur. Gór eignaðist tvo syni þá Heiti og Beiti, Heitir og Beitir háðu margar orrustur með sonum Nór og unnu þeir ýmsar. Heitir sonur Gór var faðir Sveiða sækongungs og var Sveiði faðir Hálfdan hins gamla. Hálfdan hinn gamli átti níu börn, en ég ætla einvörðungu að fjalla um Dag og Braga.

Dagur giftist Þóru og eignaðist með henni níu syni en aðeins fjórir eru nefndir nafni þeir eru Óli, Ámur, Jöfur og Arngrímur. Óli eignaðist son er hann nefndi Dagur í höfuðið á föður sínum, Dagur var faðir Óleifs, Ólfeifur var faðir Hrings, Hringur var faðir Helga, Helgi var faðir Sigurðar Hjartar, Sigurður Hjörtur var faðir Ragnhildar og var hún móðir Haralds hárfagra. Bragi, einn af sonum Hálfdans, var faðir Agnars, Agnar var faðir Álfs, Álfur var faðir Eiríks, Eiríkur var faðir Hildar, Hildur var móðir Hálfdans hins milda, Hálfdan hinn mildi var faðir Guðrauðar veiðikonungs, Guðrauður var faðir Hálfdans svarta og var hann faðir Haralds hárfagrar. Herför Haralds hárfagra og Rögnvalds jarls Áður en ég fjalla um herför þeirra Haralds hárfagra og Rögnvalds langar mig að segja aðeins frá Rögnvaldi og afkomendum hans. Rögnvaldur hét maður nokkur og gerði Haraldur hann jarl yfir Mæri í Raumsdal. Rögnvaldur átti sex syni, meðal þeirra voru þeir, Hrólfur (Rollo), Ívar, Hallad og Einar. Hrólfur var oft kallaður Göngu-Hrólfur, hann var fyrsti jarlinn í Normandí og margir afkomendur hans drottnuðu yfir Englandi, Írlandi og konungsríkinu Sikiley.

Haraldur hárfagri fór eitt sumar ásamt Rögnvaldi, vestur að refsa víkingum er höfðu verið að herja í Noregi fyrr um sumarið og dvöldu í Hjaltlandseyjum og Orkneyjum. Haraldur lagði undir sig Hjaltland, Orkneyjar og Suðureyjar, áfram hélt Haraldur og fór hann allt vestur um Mön og eyddi allri byggð þar. Haraldur átti margar orrustur þar og í einni þeirra lést Ívar, sonur Rögnvalds. Haraldur gaf þá Rögnvaldi Hjaltlandseyjar og Orkneyjar en Rögnvaldur gaf Sigurði bróðir sínum bæði löndin. Haraldur og Rögnvaldur héldu svo aftur heim til Noregs en Sigurður jarl varð eftir í Orkneyjum, hann gerðist höfðingi mikill og lagði undir sig hluta af Skotlandi.

Melbrigða jarl frá Moray reiddist mjög er Sigurður reyndi að leggja undir sig land hans. Börðust þeir jarlar og eftir langa orrustu lést Melbrigða en Sigurður lést suttu seinna. Er Sigurður lést fékk Guðormur, sonur Sigurðs að drottna yfir landi hans en Guðormur dó barnlaus einum vetri síðar. Rögnvaldur sendi þá son sinn, Hallad til eyja en hann gat ekki varist dönskum víkingum og gafst upp á tigninni stuttu seinna og þótti för hans hin háðulegasta.

Víkingar tveir settust nú að í eyjunum, annar hét Þórir tréskegg en hinn Kalfur skurfa. Rögnvaldi líkar stórilla við þetta og kallaði og syni sína Þóri og Hrollaug, en vegur Þóris liggur í Noregi og Rögnvaldur heldur að Hrollaugur hafi framtíð á Íslandi. Yngsti sonur Rögnvalds, Einar, oft kallaður Torfu-Einar, er því sendur til eyja og Haraldur hárfagri gefur honum jarls nafn.


Torfu-Einar

Einar sigldi vestur til Hjaltlandseyja og safnaði sér liði, þar næst hélt hann suður til Orkneyja þar sem hann mætti þeim Þóri og Kalf. Þar var bardagi mikill en féllu þeir báðir víkingar og þá kvað Einar:

Hann gaf Tréskegg tröllum
Torfu-Einar drap Skurfu.

Þar næst lagði Einar undir sig löndin og gerist hinn mesti höfðingi og stofnaði konungsætt sem hélt yfirráðum yfir eyjunum öldum saman eftir dauða hans.

Er synir Haralds hárfagra voru orðnir rosknir gerðust þeir ofstopamenn miklir. Hálfdan háleggur, sonur Haralds drap Rögnvald jarl og við það reiddist Haraldur mjög og Hálfdan flúði því til Orkneyja. Einar barðist við Hálfdan og Hálfdan flúði eyjarnar en stuttu seinna kom Hálfdan aftur en þá tóku menn Einars hann höndum og þá kvað Einar:

Sékat eg Hrólfs úr hendi
né Hrollaugi fljúga
dör á dæla mengi.
Dugir oss föður hefna.
En í kveld, þar er knýjum,
of kerstraumi, rómu,
þegjandi sitr þetta
Þórir jarl á Mæri.

Síðan gekk Einart til Hálfdans og risti örn á bak hans með sverði, Einar lét svo skera rifin frá hryggnum og draga út lungun og svo kvað Einar:

Margr verðr sekr um sauði
seggr með fögru skeggi,
en eg að ungs í Eyjum
allvalds sonar falli.
Hætt segja mér höldar
við hugfullan stilli.
Haralds hefi eg skarð í skildi,
skala ugga það, höggvið.

Einar lét svo kasta haug eftir Hálfdan og kvað:

Rekið hefi eg Rögnvalds dauða,
en réðu því nornir,
nú er fólkstuðill fallinn,
að fjórðungi mínum.
Verpið, snarpir sveinar,
því að sigri vér ráðum,
skatt vel eg honum harðan,
að Háfætu grjóti.

Þessi aftökuaðferð kallast að rista blóðörn og er þetta í dag þekkt sem ein versta pyntingaraðferð mannkynssögunar.

Þegar bræður Hálfdans í Noregi frétta af þessu urðu þeir bálreiðir og heitast ætla að fara til Orkneyja og hefna Hálfdans en Haraldur stoppaði þá. Þegar Einar frétti af þessu kvað hann:

Eru til (mins) fiors margir
menn vm sannar deilldir
ór ymissum attum
osmabornir giarnir.
en þo uita þeyge
þeir adr mig hafui fellda
huerr jlþornar arnnar
vndir hlytr af stundu.

Nokkru síðar fór Haraldur konungur vestur um haf og kom í eyjar, menn fóru á milli hans og Einars og að lokum sættust þeir. Haraldur fór aftur til Noregs og Einar jarl réð yfir Orkneyjum langa ævi og átti þrjá syni. Arnkell hét einn, Erlendur hét annar og Þorfinnur hausakljúfur hét sá þriðji.


Sigurður Jarl

Sigurður jarl var jarl í Orkneyjum frá 991 til 1014, hann var Jarl í Orkneyjum á tíma Gunnlaugs ormstungu og því fannst mér mjög skemmtileg að lesa um hann. Eins ég ég nefndi hér áður fyrr réðu afkomendur Einars öldum saman eftir dauða hans. Sigurður jarl er einn af afkomendum hans en mér langar að renna yfir ættartölur Sigurðar og hvernig hann varð jarl.

Þorfinnur, sonur Einars, átti fimm syni, þeir hétu: Arnfinnur, Hávarður hinn ársæli, Hlöðvir, Ljótur og Skúli. Ragnhildur Eiríksdóttir drap Arnfinn á Katanesi en giftist Hávarði bróður hans sem tók jarldóm í Orkneyjum. Hávarður varð góður höfðingi og ársæll en að lokum drap Einar harðkjöpur hann á Hávarðsteigum. Ragnhildur giftist þá Ljót sem tók jarldóm og lét drepa Einar harðkjöp. Skúli bróðir Ljóts fékk jarlsnafn af Skotakonungi og fór svo að Katanesi, Ljótur safnaði liði fór svo i langa orrustu og lést Skúli af því efni. Þetta olli ófriði milli Ljóts og Skotanna og var þar skammur bardagi milli þeirra, Ljótur vann þann bardaga en dó skömmu seinna af sárum sínum. Hlöðvir tók þá jarldóm eftir Ljót og varð mikill höfðingi, hann giftist Eðnu, dóttur Írakonungs. Þau eignuðust son er hét Sigurður digri og tók hann jarldóm eftir Hlöðvir þegar Hlöðvir dó.

Sigurður jarl var mikill höfðingi og víðlendur. Hann herjaði í Suðureyjum og í Írlandi, einnig hélt hann Katanesi frá Skotum með valdi. Finnleikur Skotajarl skoraði Sigurð á hólm, margir menn Sigurðs féllu en Sigurður hafði sigur.


Ólafur konungur

Næsti atburður Orkneyinga sögu var kristnitakan í Orkneyjum, Ólafur konungur kom til eyja, ræddi aðeins við Sigurð og að lokum voru Orkneyjar kristnaðar. Kristnitakan í Orkneyjum gerðist á svipuðum tíma og kristnitakan á Ísland og ég fór að velta því fyrir mér hvort Ólafur hafi verið bak við það líka. Þessi hluti sögunnar er unninn úr Orkneyinga sögu og Ólafs sögu Tryggvasonar.

Ólafur var sonur Tryggva Ólafssonar, Tryggvi var sonur Ólafs Geirsstaðaháls og Ólafur Geirsstaðaháls var einn af mörgum sonum Haralds hárfagra. Samkvæmt Ólafs sögu Tryggvasonar fæddist Ólafur stuttu eftir að Haraldur gráfeldur lét drepa föður hans. Móðir hans að flúði með hann til Svíþjóðar. Þegar Ólafur var þriggja ára rændu eistneskir víkingar honum og móður hans og voru þau seld í þrældóm. Frændi Ólafs frelsaði hann mörgum árum síðar og tók hann með sér til Garðaríkis.

Þegar Ólafur var orðinn eldri hélt hann í víkingaferðir um Eystrasalt, hann giftist konu og flutti til Vindlands, sem í dag eru norður strandir Þýskalands og Póllands. Hann fór í ránsferðir um eyjar í nágrenninu og hélt svo aftur í víking. Á ferðum sínum kom hann að Syllingum sem eru eyjur suðvestan við Cornwall, þar hitti hann mann sem kristnaði hann og skírði.

Í Noregi réð Haraldur blátönn ekki lengur og stýrði Hákon jarl Noregi þegar Ólafur kom þangað með her sinn. Hákon hafði skapað sér mikilla óvinsælda og snerust Norðmennirnir gegn honum þegar Ólafur kom og var Hákon að lokum hálshöggvinn. Ólafur var nú orðinn konungur Noregs og tók að kristna landið og margar aðrar eyjur þar á meðal, Ísland og Orkneyjar.


Sigurður fellur

Í Noregi var Ólafur Tryggvason orðinn konungur, Ólafur sigldi vestur til Orkneyja og gaf Sigurði tvo ójafna kosti. Sá fyrri var sá að Sigurður tæki trú, skýrðist og gerðist Ólafs maður, sá seinni var sá að Sigurður yrði drepinn, Orkneyjar brenndar og allir þeir sem tóku ekki trú yrðu teknir af lífi. Sigurður vill ekki fyrirlíta þann sið er frændur hans og forfeður höfðu og vildi ekki boða annan átrúnað en þann sem hann hefur trúað alla ævi. Ólafur reiddist mjög, greip son Sigurðar og hótaði að drepa hann ef Sigurður tæki ekki upp trú, Sigurður ásamt öllum öðrum í Orkneyjum skýrðust. Ólafur varð himinlifandi yfir þessu en skilaði samt ekki syni Sigurðar heldur tók hann sem gísl. Sonur Sigurðar hét Hvelpur en Ólafur lét nefna hann Hlöðvir, en hann lifði aðeins skamma stund.

Sigurður jarl giftist dóttur Melkóms Skotakonungs og eignuðust þau son er hét Þorfinnur, Sigurður átti þegar þrjá syni þegar hann giftist þeir voru: Brúsi, Sumarliði og Einar rangmunnur. Nokkrum vetrum síðar fór Sigurður til Sigtryggs konungs í Dyflinni, þeir börðust við Brján Írakonung en Sigtryggur flúði og Sigurður féll í þeim bardaga.


Þorfinnur jarl

Þorfinnur var aðeins fimm vetra gamall þegar Sigurður faðir hans féll og var því ríki Sigurðar skipt á milli Brúsa, Sumarliða og Einari rangmunn. Sumarliði var elstur en hann lifði ekki lengi og eftir andlát hans átti Þorfinnur að fá þriðjung af ríki Sigurðar en Einar gaf honum það ekki. Þegar Þorfinnur var orðinn fullorðinn safnaði hann sér liði og fór á fund við Einar, Einar safnaði einnig liði og bjóst til að berjast við Þorfinn. Brúsi bróðir þeirra safnar einnig liði og ber sáttmála á milli þeirra bræðra, fékk þá Þorfinnur þriðjung ríkisins sem hann átti rétt á en Brúsi og Einar lögðu saman sinn hluta.

Ekki er vitað mikið um Þorfinn en samkvæmt Þórfinnsdrápu tókst honum að taka yfir næstum allt Skotland. Þorfinnur varði miklum tíma á Katanesi og var því hermaður konungs Skotlands og konungs Noregs. Þorfinnur var einnig konungur yfir öllum þeim eyjum vestan við Skotland en aðeins þrír í mannkynssögunni hafa öðlast þann titil.

Þorfinnur hélt valdi yfir öllu ríki sínu til dauðadags hans, Þorfinnur var ríkastur allra jarla í Orkneyjum. Hann eignaðist allar suðureyjar, mikið ríki í Írlandi og 9 jarldóma á Skotlandi. Valdatíð Þorfinns jarls er talinn hafa verið hernaðarlegur hápunktur Orkneyja. Arnór jarlaskáld kvað um Þorfinn:

Hringstríði varð hlýða
herr frá Þursaskerjum,
rétt segik þjóð hverr þótti
Þórfinnr, til Dyflinnar.


Orkneyinga saga er löng saga sem segir frá atburðum frá 7./8. öld til 13. aldar. Þorfinnur jarl deyr árið 1065 og þar með lýkur Orkneyinga þáttum, bókin heldur áfram og segir frá ættartölum og fleiri jörlum. Orkneyjar voru hluti af Noregi þar til á 15. öld en síðasti norræni jarlinn, Jón biskup dó 1231. Orkneyinga saga fjallar einnig um þá Magnús Erlendsson og Rögnvald jarl en þeir voru báðir jarlar á mismunandi tímum Orkneyja. Magnús hafði jarldóm í Orkneyjum undir lok 11. aldar og byrjun 12. aldar, hann var hugleysingi og var hann ekki vel virtur. Rögnvaldur var jarl yfir Orkneyjum á 12. öld, valdatíð hans er talinn hafa verið menningarlegur hápunktur Orkneyja.

Mér finnst Orkneyinga saga vera mjög áhugaverð saga en hún vekur upp margar spurningar sem leiddi til þess að ég las hluta úr Flateyjarbók, Ólafs sögu Tryggvasonar, Ólafs sögu Helga, Haralds sögu hárfagra og Þorfinnsdrápu. Sagan er skrifuð á 13. öld mörgum öldum eftir marga atburði bókarinnar sem verður til þess að það vantar stundum einhver atriði úr sögunni en í flestum tilfellum er einhver önnur saga sem fjallar um sömu sögu frá öðru sjónarhorni.

Ég las Gunnlaugs sögu ormstungu fyrir stuttu síðan og fannst því mjög áhugavert að lesa um Sigurð jarl og kristnitökuna í Orkneyjum þar sem Gunnlaugs saga gerist á valdatíma hans. Ólafur Tryggvason er önnur persóna sem mér þótti mjög skemmtilegt að lesa um en það er ekki mikið fjallað um hann í Orkneyinga sögu.

Ég myndi mæla með Orkneyinga sögu fyrir þá sem hafa sérstakan áhuga á jarldómi og menningu Orkneyja á víkingaöld.