Gefið út

Fyrstu 3 dagar skólans

Rithöfundar
Efnisyfirlit

Í dag var fyrsta vika skólans að klárast og að sjálfsögðu þarf aðeins að útskýra um hvað gerðist þessu fyrstu 3 daga.

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn fengum við að kynnast vel nýju krökkunum í bekknum okkar, kannski verða þessir nýju krakkar seinna meðlimir í reglunni 😉

Trausti, Tómas, Yahya og bekkurinn voru látnir fara í Nauthólsvík að gera eitthvað? 🤷‍♂️ Trausti veit ekki enn afhverju við fórum í Nauthólsvík því hann og Tómas voru ekki alveg að fylgjast með á meðan kennarinn var að útskýra afhverju við ætluðum að fara í Nauthólsvík.

Allavegana, Trausti og Tómas höfðu ekkert að gera þannig þeir fóru að vaða út í sjónum.

Fimmtudagur

Við ákváðum gildin okkar þetta ár (bekkjarsáttmálinn).

Gildin eru

  • Gleði
  • Kurteisi
  • Friður

Við fréttum að því að Haraldur hafði sótt nokkra af hestum sínum úr hesthúsi hans og er með þá tilbúna fyrir utan skólan

Ef Vídeóið vill ekki spilast er hægt að skoða það á Youtube

Við að sjálfsögðu fórum út og klöppuðum þeim og fengum svo að fara á þá.

Hestur
Hestur
Hestur
Hestur
Hestur
Hestur

Þakkir fyrir Karel að hafa tekið upp eitthvað af þessum myndum.

Hestarnir átu svo mikið gras að aumingja Jón Steinar mun aldrei þurfa aftur að slá grasið.

Föstudagur

Það gerðist voða lítið af viti þennan dag.

Bekkurinn var skiptur í þrjá hópa, hver hópur átti að vinna á einu gildi og búa til plakat fyrir það.

Trausti og Tómas fengu frið og unnu á því með hjálpa annara bekkjarfélaga.

Við kláruðum plakatið fyrir bekkjarsáttmála okkar, Trausti og Tómas voru mjög ánægðir þegar Jón Steinar sagðist líka þeirra plakat best.

Trausti og Tómas fundu upp skemmtilegan leik með spilastokk og spiluðu hann með Jóni Steinari. Jón Steinar var mjög ánægður með þennan leik (leikurinn er mjög svipaður og ólsen ólsen).

Svo fóru allir heim 🎉🎉🎉