Hópurinn

Um Biskupsregluna

Biskupsreglan er vinahópur sem hver sem er getur tekið þátt í.

Efnisyfirlit

Gildin okkar

Við í reglunni höfum við nokkur gildi:

Við í framkvæmdateyminu leggjum sérstaka áheyrslu á þessi gildi þegar við hönnuðum síðu hópsins.

Jafnrétti

Við leggjum mikla áheyrslu á að allir hafa rétt á því að geta gert það sama og hinir og enginn er skilinn útundan í neinu.

Hver sem er má taka þátt í hópnum. Meðlimir fá að velja á milli að hafa myndbirtingu eða ekki.

 • Allir fá að skrifa inn verkefni og fréttir.
  • Það er farið betur yfir þetta hér.
 • Allir fá að velja eigin hlutverk og starfslýsingu.
 • Allir eiga sömu möguleika að komast í framkvæmdateymið.
  • Það er farið betur yfir þetta hér \
 • Sumir eiga möguleika að fara á eftirlaun.
  • Það er farið betur yfir þetta hér

Samvinna

Á vefsíðunni er bæði fréttir og verkefni sem að meðlimir hópsins bjuggu til. Þó að flest allar fréttirnar séu skrifaðar af honum Trausta getur hver sem er skrifað inn færslur sem hægt að setja inn á síðunna. Okkur finnst mikilvægt að allir fái að hjálpast að við færslugerð á biskupssíðunni. Það er samt alls ekki skylda að setja færslur inn.

ATH: Allar færslur þurfa að vera skrifaðar í samræmi við reglur hópsins.

Þátttaka

 • Hvernig get ég tekið þátt?

  • Hver sem er getur tekið þátt í Biskupsreglunni en þér þurfið að fylgja vorum reglum.
  • Hægt er að skrá sig í regluna hér
 • Hvað ef ég fylgi ekki reglunum?

  • Ef þú fylgir ekki vorum reglum fáið þér viðvörun
  • Ef þú hefur fengið margar viðvaranir og getur eigi borið virðingu fyrir öðrum í hópnum geta allir meðlimir Biskupsreglunnar tekið sameiginlega ákvörðun að fjarlæga yður úr vorum hóp
 • Hvað ef mig langar að taka aftur þátt?

  • það er hægt að senda okkur email.
  • Okkur langar að sem flestir fá að taka þátt.

Hlutverk

 • Hver er tilgangur hlutverka í reglunni?

  • Flest öll hlutverk er bara þarna að gamni.
  • Meðlimir reglunnar geta beðið um sérstök hlutverk ef þeim langar.
  • Sum hlutverk hafa aftur á móti tilgang, þau eru:
   • Framkvæmdateymið.
   • Ráðunautur.
   • Frétta maður/kona.
 • Hvað gerir framkvæmdateymið?

  • Taka ákvarðanir varðandi hópinn.
   • T.d. reglur
  • Sjá um hópinn
   • Hlutverk.
    • Hægt er að byðja einhvern úr framkvæmdateyminu um að gefa þér sérstakt hlutverk.
   • Fréttir.
    • ATH: Hver sem er getur skrifað fréttir en einhver úr framkvæmdateyminu þarf að samþykkja hana.
   • Verkefni.
    • ATH: Hver sem er getur skrifað verkefni en einhver úr framkvæmdateyminu þarf að samþykkja hana.
 • Er hægt að komast í framkvæmdateymið?

  • Já!
   • Meiri hluti meðlima þurfa að vera sammála um að ráða yður í starfið.
   • þú þarft að hafa mjög góða ástæðu.
    • Af hverju langar þig að taka komast í teymið?
    • Hvað munt þú gera fyrir hópinn?
 • Hvað gerir ráðunautur?

  • Bætir nýjum meðlimum í hópinn.
 • Hvað gerir frétta maður/kona?

  • Allir þeir sem hafa skrifað frétt fá hlutverkið.
  • Það má skrifa inn fréttir þó maður hafi ekki hlutverkið.

Starfslýsingar

Allir í hópnum hafa starfslýsingu.

 • Af hverju?

  • Fyndið.
 • Hefur hún eitthvað að gera með hlutverkin?

  • Alls ekki.
 • Núna er ég rugluð/ruglaður, hvernig virkar þetta?

  • Þú velur vinnu og fyrirtæki/vinnustað.
  • Þetta verður svo skráð á þinni síður (/medlimir/þitt nafn)
  • Þetta er bara gert að gamni.
 • Þetta hljómar tilgangslaust, af hverju gerðuð þið þetta?

  • Okkur leiddist.

Biskupsstig

 • Meðlimalistanum er raðað eftir hversu mikið hver einstaklingur hefur gert í reglunni.

 • Fyrir hverja færslu (frétt eða verkefni) fær maður 1 - 3 „biskupsstig"

  • Það skiptir ekki máli hversu mikið maður gerði í verkefni, allir sem tóku þátt í sama verkefni fá sama fjölda stiga.
  • Fjöldi stiga fyrir fer eftir hversu stór/vel unnið færslan er, hér eru nokkur dæmi:
 • Stigin eru aðeins notuð til að raða meðlimum á listanum.

  • Þetta er gert svo einhver sem skrifar helling af fréttum sé ekki neðst á listanum bara útaf því að hann er aftarlega í stafrófinu.
 • Stigakerfið var búið til svo að meðlimir séu áhugasamir um að framleiða verkefni og fréttir fyrir hópinn.

  • Líka því Trausti er aftarlega í stafrófinu og hann var ekki sáttur.

Eftirlaun

 • Eftirlaun er fyrir þá meðlimi sem vilja taka smá pásu frá hópnum án þess að tapa stigum.

  • Meðlimir á eftirlaunum fá 1 stig í hverjum mánuði.
  • Stig fyrir eftirlaun geta aldrei verið fleiri en stig fyrir færslur.
   • T.d. ef þú hefur 7 stig fyrir verkefni og 5 stig fyrir fréttir getur þú aldrei fengið fleiri en 12 stig fyrir eftirlaun.
  • Meðlimir á eftirlaunum geta ekki sett inn færslur á síðuna.
   • Þeir geta samt aftur á móti hjálpað öðrum með færslunar sínar.
   • Þeir geta verið aukaleikarar í verkefnum en geta ekki hafið aðalhlutverk.
 • Hvernig fer maður á eftirlaun?

  • Þú getur ekki verið nemandi/starfsmaður í skóla reglunnar.
  • Þú verður að hafa að minnsta kosti 10 biskupsstig.
  • Þú verður að vera meðlimur í reglunni í að minnsta kosti 6 mánuði.
 • Þú getur sótt um eftirlaun með því að senda email á eftirlaun@biskupsreglan.com.

Þeir sem hætta á eftirlaunum geta ekki sótt aftur um eftirlaun í að minnsta kosti 3 mánuði.

Aukaefni

 • Aukaefni er síða fyrir ónotaðar senur og annað ónotað efni.
 • Aukaefnasíðan er lokuð fyrir almenning vegna þess að sumt efni þarna inni kemur ekki öðrum við.
 • Vill svo til að aðeins þeir meðlimir sem hafa github aðgang geta fengið aðgang að aukaefni.
 • Ef þú ert meðlimur reglunnar og langar að fá aðgang að aukaefni þarftu bara að senda email á aukaefni@biskupsreglan.com.