Gefið út

Norska heimsóknin

Rithöfundar

Þann 16. til 22. apríl komu norsku krakkarnir í heimsókn. Sumir af þeim þekktum við frá síðasta ári þegar 9. og 10. bekkur fóru til Tromsö í Noregi Meðal þeirra nemenda er hann Erik sem var kátur að sjá okkur aftur.

Þessi frétt fer yfir nánar hvað gerðist í þessari heimsókn, en það er líka til slóði inn á myndband um þessa heimsókn hér sem ég myndi skoða eftir að þú hefur lesið þessa frétt.

Ég myndi líka skoða fréttina þegar norsku krakkarnir komu síðast til Íslands árið 2022, slóði þar er hægt að finna hér

Efnisyfirlit

16. apríl

Dagurinn sem við hittum norsku krakkana var að sjálfsögðu 16. apríl. Norsku krakkarnir lentu um kl 3 í Keflavíkurflugvelli, en við ákváðum að hitta þau í Hlíðardalsskóla því þar er nóg svefnpláss fyrir alla til að gista

Hlíðardalsskóli

Við mættum í Hlíðardalsskóla um kl 4:30 og þar fengum við að koma öllum farangri okkar á sinn stað áður en norsku krakkarnir taka yfir. Ég, Jóhann, Tómas og Mikael sváfum allir saman í sama herbergi og Gylfi, Matthías og Sigurdór sváfu í síðast þegar við fórum í Hlíðardalsskóla þar sem hornið var. Yahya svaf með Arnari í öðru herbergi og Karel svaf á sömu hæð.

Mynd

Ef þú vilt kynna þér hvað gerðist síðast þegar við fórum á Hlíðardalsskóla er hægt að ýta á þennan slóða hér

Við vorum mjög ánægðir að heyra það að strákarnir í 8. bekk þurfu að sofa saman á neðri hæðinni.

Við strákarnir fórum svo í íþróttasalinn þar sem við gátum æft okkur á lóð og verða hraustir og sterkir karlmenn.

Ef Vídeóið vill ekki spilast er hægt að skoða það á Youtube

Ef Vídeóið vill ekki spilast er hægt að skoða það á Youtube

En svo áður en við vitum af þá mættu norsku krakkarnir á sínum litlu rútum að skólanum og við heilsuðum þeim.

Erik var meðal þeirra fyrstu sem komu út úr bílunum og hann gerði frekar hratt grín af Íslandi um það hversu lítið af trjám það væru í kring. Við leiddum Erik inn, fengum okkur hamborgara og fórum svo aftur í íþróttasalinn.

Íþróttasalsleikir

Í íþróttasalnum var dönsku kennarinn okkar búin að setja upp stað til að sýna kynningar okkar um okkur sjálf til allra norsku krakkana. Ég var að sjálfsögðu fyrstur að kynna og fékk þá bara að njóta þess á meðan hinir kynntu á eftir mér.

Mynd

Við fórum svo á speed-date alveg eins og á síðasta ári þó Helga vildi breyta nafninu í eitthvað annað sem ég man ekki (Nafni var allavegana ekki með orðið date í því það lét alla halda það að við værum að finna kærasta eða kærustu).

Eftir speed-datið fóru norsku krakkarnir í bælið, en við héldum áfram að lyfta og æfa okkur í íþróttasalnum, en svo urðum við þreyttir og við fórum að sofa.

17. apríl

Við vöknuðum þann 17. apríl hressir og kátir. Við vorum spenntir fyrir því hvað þessi dagur myndi bjóða. Erik var eitt af þeim fyrstu sem vöknuðu og við ákváðum að spila bananagrams á Íslensku sem gekk þokkalega.

Mynd

Um nóttina snjóaði mikið þannig um morguninn tókum við snjó úr glugganum í herbergi okkar og ákváðum að sleppa honum niður stigaganginn alveg að botni skólans.

Ef Vídeóið vill ekki spilast er hægt að skoða það á Youtube

Næst var morgunmatur og við fylltum okkur upp að mati, en svo þurftum við að hlíða kennurunum og við fórum í ferðalag.

Hveragarðurinn

Kennararnir hentu okkur í Hveragarðinn í Hveragerði og þar fengum við að prófa egg sem voru soðin í hveri og fleira eins og að skoða hveri og geysi.

Mynd

Ef Vídeóið vill ekki spilast er hægt að skoða það á Youtube

Erik var ekki ánægðu með lyktina af hverunum, en við sögðum honum að þetta væri venjulegt og að hann ætti að hætta að skæla yfir þessu. Hann hlýddi okkur, en svo áðum en við vissum að gaus geysirinn þarna og við hlupum úr garðinum.

Ef Vídeóið vill ekki spilast er hægt að skoða það á Youtube

Bónusferð

Við fengum að fara í ferð til Bónus þar sem norsku krakkarnir gátu keypt allt íslenska nammið. Þar kynntumst við norska krakkanum sem heitir Silas. Silas elskar þrista og finnst þeir vera besta nammið í heiminum.

Í Bónus voru líka Takis pokar sem kostuðu 39 kr hver sem er óheyranlega ódýrt verð.

Mynd

Sumir norsku krakkarnir eins og Lennart keypti nokkra poka af þeim sem hann svo reyndi að selja til annara manna (honum fannst pokarnir ekki góðir). Lennart hafði alltaf rússlenska húfu á sér alla ferðina og köllum hann þess vegna rússa.

Mynd

Hellisheiðarvirkjun

Næst fórum við á Hellisheiðarvirkjun þar sem við fengum kynningu um hvernig virkjanir virka og nánar um eldvirkni á Íslandi. Síðast þegar norsku krakkarnir komu hingað, þá fórum við á Hellisheiðarvirkjun þannig þetta sagði sig sjálft hvað var þarna í boði fyrir okkur.

Mynd

Erik fannst þetta allt saman mjög áhugavert, en Silas hafði önnur plön. Silas vildi finna hrafntinnu eða obsidian til að búa til Nether portal sem er einungsins bara hægt að búa til í Minecraft. Því miður en Silas náði aldrei að finna alla hranftinnuna sem hann þurfti fyrir Nether portalið. Eftir að skoða virkjunina þurftum við að skella okkur í bílferð til...

Við fórum samt fyrst í Hlíðó og fórum í ræktina þar því við kláruðum Hellisheiðavirkjunarkynninguna allt of snemma.

Ef Vídeóið vill ekki spilast er hægt að skoða það á Youtube

Karel tók 20 benchpress með 30kg án vanda en hinir gerðu bara 3.

Raufarhólshellir

Við mættum á Raufarhólshelli, tilbúnir í slaginn. Við höfum líka komið hingað áður frá síðustu ferð, en það er alltaf gaman að koma aftur. Strákarnir settur á sig hjálma og fóru svo í hellinn.

Mynd

Mynd

Í hellinum fengum við að læra það hvernig svona hellir eins og Raufarhólshellir verða til. Hellirinn var mjög flottur á þessum árstíma því sumstaðar var hægt að finna grílukerti og íshrúgur um hellinn.

Ef Vídeóið vill ekki spilast er hægt að skoða það á Youtube

Dýpra inn í hellinum var slökkt á ljósunum, en við náðum að komast út og allir voru heilir á húfi.

Mynd

Mynd

Ef Vídeóið vill ekki spilast er hægt að skoða það á Youtube

Eftir ferðina í hellinn máttur þeir sem vildu fara í sund í sundlauginn í Þorlákshöfn sem við að sjálfsögðum gerðum.

Sundlaugin í Þorlákshöfn

Ég, Jóhann, Yahya, Erik og fleiri fórum í sundlaugina og lékum okkur með barnadótið þar eins og að kasta bolta í gegnum holu. Ég og Yahya fórum í köldu lögina í meira en þrjár mínútur því það er hvað alvöru karlmenn gera.

Mynd

Eftir sundlaugina fórum við hreinir og fínir í Hlíðó.

Mættir í Hlíðó aftur

Við fórum aftur í Hlíðardalsskóla þar sem við fengum djúsi mat sem einstaklingarnir sem fóru ekki í sundlaugina þurftu að elda. Við fundum coca-cola flösku í stigaganginum og ákváðum að bottle flippa henni en það gekk með engum árangri. Við ákváðum svo að gera það sem og við gerðum með snjóinn og sluppum flösunni niður stiganginn sem endaði frekar illa.

Ef Vídeóið vill ekki spilast er hægt að skoða það á Youtube

Flaskan lenti á seinni hæðinni beint fyrir framan einn íslenskan nemenda, en sá meiddi sig ekki. Strákarnir ákváðu að taka skynsemina á þetta og hætta svona fíflagang.

furðulegi leikurinn

Eftir það voru allir skipaðir að fara í íþróttasalinn þar sem við spiluðum skemmtilegan hálfgerðan stólaleik.

Stólar voru raðaðir frammi fyrir hvort öðru í hring og allir þáttakendurnir þurftu að sitja í hvern og einum. í leiknum voru allir nemendur svo úthlutaðir annaðhvort spaða, lauf, tígli eða hjarta.

Leikstjórinn átti svo að draga eitthvað spila eins og í happadrætti og þá eiga allir með t.d. spaða að hreyfa sig. Tilgangur leiksins er fyrir einhvern að komast í sætið sitt og þá vinnur sá leikinn.

Þegar einhver færir sig, en það er einhver fyrir þá fer hann fyrir framan hann. Þá er sá sem er fyrir aftan læstur þangað til þessi fyrir framan fær spilið sitt aftur.

Það sem gerðist í leiknum t.d. var það að Erik hafði svona 10 manns fyrir framan sig og færði sig varla neitt þangað til teppan var loksins leyst. Erik var óheppnastur af öllum þáttakendunum.

Lennart og einhver strákur úr 8. bekk lentu í sínu sæti á sama tíma og unnu þá báðir leikinn.

Eftir leikinn voru Ég, Jóhann og Yahya vakandi alveg til kl 10 í íþróttasalnum, en svo fórum við að sofa.

18. apríl

Það var mikil spenna þann 18. apríl því við ætluðum að skella okkur til Vestmanneyja.

Vestmannaeyjar

Ferðin til Vestmannaeyja var um 1 klst og 30 mín. Við spiluðum að sjálfsögðu Steinda Jr tónlist því hann er besti söngvari heimsins. Á landeyjarhöfn sáum við Eyjafjallajökul og Vestmannaeyjar.

Mynd

Mynd

Um borð á Herjólfi spiluðum við Clash-of-Clans með Silas en svo allt í einu vorum við mættir á eyjuna. Við eyddum ekki miklum tíma á leiðinni að fyrsta áfangastað sem var Eldheima safnið.

Eldheimar

Eldheimar er safn um eldgosið sem átti sér stað árið 1973 á Heimaey og líka eldgosið sem myndaði eyjuna Surtsey árið 1963. Í miðju safnins var hús sem var grafið í ösku en var svo grafin aftur upp. Safnið var skemmtilega byggt og auðvelt að soga inn upplýsingarnar um eldgosin sem áttu sér stað á Heimaey og hvaða áhrif það hafði á íbúana þar.

Við höfum komið á þetta safn áður í fyrri heimsókn norsklendingana þannig við vissum allt sem safnið bauð upp á.

Göngutúr

Ég, Jóhann og Yahya fórum í göngutúr um vestur hlið Heimaeyjar í Krónuna og svo í Stafkirkju Eftir Stafkirkju fórum við að spranga og þar sprönguðu Jóhann, Erik, Silas, Tómas og fleiri.

Ef Vídeóið vill ekki spilast er hægt að skoða það á Youtube

Ef Vídeóið vill ekki spilast er hægt að skoða það á Youtube

Heimleiðin

Eftir að spranga fórum við aftur á Herjólf og til Íslands. Í rútunni var svo mikið pláss að ég og Yahya fórum að sofa.

Mynd

Við fórum á Seljalandsfoss.

Ef Vídeóið vill ekki spilast er hægt að skoða það á Youtube

Svo keyrðum við beina leið í skólann en fyrst þurfti Trausti aðeins að leika sér.

Ef Vídeóið vill ekki spilast er hægt að skoða það á Youtube

Í skólanum fengum við pítsu frá Sólrúnu, en eftir það fórum við heim kl 9 og fórum að sofa. Norsku krakkarnir sváfu í skólanum í stofum.

19. apríl

Þann 19. apríl gerðist voða lítið á milli norsku og íslensku nemendana. Íslendingarnir fóru í skólann samkvæmt hefbundri stundaskrá. Norsku krakkarnir hinsvegar fóru ferðir um miðbæ Reykjavíkur að skoða t.d. Alþingishúsið.

20. apríl

Hjá flestum íslendingum gerðist ekkert þann 20. apríl en hjá sumum eins og hjá mér og Jóhanni gerðist fullt.

Þingvellir

Á 20. apríl fengu fáir íslendingar að koma með til Þingvalla (Bara ég, Jóhann og einn óreglumaður komu með). Jón Steinar var líka þarna að keyra bílinn og passa upp á alla eins og vanalega.

Mynd

Mynd

Við skoðuðum Lögberg, Drekkingarhyl og Öxarárfoss.

Ef Vídeóið vill ekki spilast er hægt að skoða það á Youtube

Veðrið var ekki svo gott því það var rigning og skyggning var svona 5 km.

Partý hjá Helgu

Eftir Þingvellir bauð Helga okkur í partý sem við þáðum.

Mynd

Í partýinu var mikið af veitingum og við fengum einhverjar þrautir sem maður átti að leysa sem var stundum frekar erfitt.

Vatnsstríðið

Seinna í boði helgu þá hóf Trausti umræðu um hvernig íslenskt vatn er betra. Erik og Silas voru báðir mjög ósammála og sögðu það að íslenskt vatn lyktaði eins og egg (við erum að tala um kalt vatn og ekki allt heitt íslenskt vatn lyktar eins og egg).

Jón Steinar lét Erik þefa af heitu vatni úr krananum en hann fann enga eggja lykt sem þýðir það að hann hafi strax rangt fyrir sér. Umræðan hélt áfram með engum sáttum, en svo kom Marteinn á staðinn og hafði einhverjar skoðanir.

Marteinn sagði það að ef þeir halda áfram að rífast þurfi að hefja stríð á milli Íslands og Noregs um hver hefur betra vatn. Trausti studdi þessa hugmynd, en Jón Steinar skynsami náungin sagði það að íslendingar hafa engan her og myndu þá tapa stríðinu á núll einni.

Trausti vissi það sem Jón Steinar sagði, en hélt áfram umræðunni. Umræðan missti samt fljótt dampinn og norsklendingarnir fóru heim hressir og kátir. Marteinn kallaði Trausta, Trausta vatnsstríð ef hann skyldi hefja vatnsstríð á móti Noregi.

Trausti vill væntanlega búa til Íslendingasögu um Trausta þátt vatnsstríðsins sem væri metsala.

Íslendingarnir fóru svo heim.

21. apríl

Þann 21. apríl þurftu íslendingarnir að taka norsku krakkana í heimboð.

Trausti, Jóhann, Tómas og Mikael voru í hóp með Erik og Silas. Strákarnir fóru heim til Mikaels. Hjá Mikaeli fengum við pítsur og horfðum á einhvern þáttu um ofurhetjur, en svo fórum við að borða Huppu-ís.

Mynd

Eftir að borða tók Silas upp dróna sinn og tók skot af húsi Mikaels, en svo fórum við heim að sofa.

Ef Vídeóið vill ekki spilast er hægt að skoða það á Youtube

Yahya var mjög óheppinn hinsvegar með sína norsku krakka og þurfti að vera með t.d. Levi frá noregi sem elskaði ghetto og roadmen. Hann vildi líka fara í Breiðholtið.

22. apríl

Um nóttina 22. apríl fóru norsku krakkarnir heim þannig þegar íslendingar mættu í skólann, þá var enginn norsklendingur eftir. Samt voru nokkrir norskir búnir að skrifa eitthvað á töflunar í stofunum.

Í stofu 3 skrifaði Silas eitthvað um Jóhann og þar var líka þristur að bíða eftir honum.

Mynd

Ef Vídeóið vill ekki spilast er hægt að skoða það á Youtube

Í 9. bekkjar stofunni hafði Lennart skrifað eitthvað með kommúnista-logo

Mynd

Í stofu 4 var eitthvað sem Trausti skrifaði til gamans um hvernig Silas er í rauninni hringur sem fer fram og til baka.

Mynd

En restin af deginum var eins og hver annar skóladagur.

Svona endaði norsklendingaheimsóknin. Erik og vinir fóru til Noregs aftur og íslendingar látnir vinna aftur. Þetta var mjög skemmtileg fer og við er þakklátir að fá að prófa eitthvað annað, en að vera alltaf í skólanum að læra hvern dag.

Þetta var líklega síðasta skiptið sem við munum hitta Erik svo hann ákvað sækja um eftirlaun sem við tafaralaust samþykktum í reglunni.

Þá er þessi frétt lokin, bæ bæ og sjáumst kannski seinna með Brennu-Njáls sögu mynd.