Gefið út

Fjárhættuspil

Rithöfundar

Síðustu svona 2 mánuðina hafa strákarnir spilað mjög skemmtilegan leik. Það byrjaði með Tómasi sem kom með hugmyndina um að spila Póker.

Póker

Bara svo þú veist það þá notum við ekki alvöru pening, við notum önnur spil úr öðrum spilastokkum sem peningur.

Strákarnir fóru að spila Póker mest alla daga og eru orðnir mjög góðir í því. Tómas hætti vegna þess að hann er skynsamur en ekki Trausti, Jóhann og Yahya.

Kennarar eins og Haraldur og Karel spiluðu einu sinni með okkur þó þeir kunni ekki leikinn. Við spurðum Jón Steinar en vegna þess að hann er skynsamur náungi eins og stendur á meðlima síðu hans þá neytaði hann strax.

Einn daginn fékk Jóhann hugmynd um að leita af Póker á netinu, hann fann fyrst leik að nafni 247FREEPOKER en sá leikur var ekki með alvöru fólki, bara bottar.

En svo ákvað hann að sækja leik af playstore sem kallast Poker ZMist og þar keppist hann við alvöru fólk í Póker og Black Jack.

Póker Zmist

Hann tapaði einu sinni 20 milljónum en það er allt í lagi því hann safnar því bara aftur. Trausti og Yahya fóru líka að spila, Trausti hefur misst allt fjórum sinnum en Yahya hefur verið aðeins meira skynsamur.

Út af Poker ZMist leiknum hafa strákarnir líka lært á Black Jack.

Black Jack

Það sem einkennir strákana 3 í póker er:

  • Trausti (fer alltaf all in í Póker þó hann sé með léleg spil, er oft mjög heppinn í póker og fær sérstaklega mikið af Flush).
  • Jóhann (er meira skynsamur með peninginn sinn en elskar að raisa alltaf til að láta aðra folda).
  • Yahya (Fer alltaf all in ef Trausti fer all in, það er frekar augljóst ef hann er með góð spil).

Þetta er það sem Jóhann vill segja ykkur:

Play Poker ZeeMist with me! Download the app and get 1,000,000 Chips for FREE. Use this link here.