Gefið út

Leika sér í Geoguessr

Rithöfundar

Í dag vorum við strákarnir að leika okkur í Geoguessr.

Þetta átti sér stað eftir skóla þegar Trausti hringdi í Matthías og þeir unnu á Brennu-Njáls sögu myndinni. Það gekk allt vel þangað til Matthías nennti ekki meira og fór að drekka te og hella því á sig eins og klikkaðingur.

Ef Vídeóið vill ekki spilast er hægt að skoða það á Youtube

Ef Vídeóið vill ekki spilast er hægt að skoða það á Youtube

Svo hringdi Matthías í Tómas og Sigurdór í gegnum Discord. Tómas svaraði en nennti ekki að vera í símtalinu. Seinna svaraði Sigurdór og við spiluðum leiki sem Sigurdór rústaði í og svo Geoguessr sem Trausti að sjálfsögðu rústaði í.

Ef Vídeóið vill ekki spilast er hægt að skoða það á Youtube

Svo kom Tómas aftur og við spiluðum nokkra leiki. Eitt skiptið spiluðum við Ísland og ég var á móti Tómasi, Matthíasi og Sigurdóri sem voru allir í sama liði og þeir grútöpuðu.

Baldvin sem var í slag við mig í fyrsta landafræðislaginum sem endaði með jafntefli. Við spiluðum ég og Sigurdór á móti Baldvini og Tómasi, en ég og Sigurdór unnum samt oftar þó Tómas reyndi nokkrum sinnum að svindla. Það var samt frekar augljóst hver var bestur í Geoguessr 👨
pssst... það er Trausti.

Í lokin drulluðu allir sér úr Discord samtalinu.