Gefið út

Reglan keyrir inn í apríl

Rithöfundar

Það er mikið að gera í reglunni þennan mánuð.

Norsklendingar

Sumir af norsklendingunum frá síðasta ári þegar við fórum til Noregs munu koma til okkar 16. apríl. Við erum sérstaklega spenntir að hitta Erik frá Noregi.

Mynd af Erik

Erik er sá eini sem skiptir máli af norsku krökkunum því hann er í reglunni og er eitt af myndalegustu mönnum jarðarinnar. Við hittum norsklendingana í Hlíðardalsskóla og munum gista þar með þeim í tvær nætur og förum t.d. á Vestmannaeyjar. Það verður farið nánar yfir þessa ferð seinna þegar hún er lokin og norsklendingarnir hafa drulla sér heim.

FG

Annað sem er búið að gerast í apríl er þegar Trausti, Jóhann og Yahya fóru í opna húsið í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ 9. apríl.

Mynd af FG

Yahya loksins vildi koma með því við vildum sína honum hvernig opin hús virka áður en hann þarf að gera þetta allt sjálfur. FG var frekar sérstakur skóli og Trausti fannst hann fínn.

FG mynd frá Trausta

FG var með besta opna húsið af öllum Menntaskólunum. Nemendurnir sem voru að kynna skólann voru duglegir að halda hópunum sem þeir áttu að kynna og allt var vel skipulagt.

Það sama er ekki hægt að segja með MK, Tækniskólann og Kvennó.

Spilakvöld

Það var spilakvöld eftir skólann kl 18:00-20:00, 10. apríl og þá mættu væntanlega allir í skólann 😉 Jón Steinar, Tómas, Yahya og fleiri mættu. Við spiluðum saman tvo leiki:

  • Í fyrsta leiknum sem við spiluðum þá sögðu allir sannar sögur um sjálfa sig og einn var að ljúga og allir þurftu að kjósa hver það var. Einn hringinn þá sagði ég að þessa daga í vikunni (8-10 apríl) hefði ég ekki spilað póker í allavegana einum frímínútunum sem enginn trúði en þá vann sá sem laug sem var þennan hringinn, Jón Steinar (ég var sá eini sem kaus hann).

  • Seinni leikurinn var varúlfur og í báðum leikjum unnu borgarar. Fyrsti leikurinn í varúlfi var Jón Steinar varúlfur, hann en tapaði strax, en í seinni leiknum var ég veiðimaður og þegar það var bara ég og tveir eftir þá var ég kosinn út og þá gat ég drepið þann sem ég hélt að væri varúlfur sem var að sjálfsögðu rétt og borgarar unnu aftur.

MR

Trausti fór sína eigin ferð í Menntaskólann í Reykjavík í opna húsið þar 11. apríl.

MR mynd frá Trausta

MR var sérstakur skóli, skólinn var skiptur í margar litlar byggingar nálægt hvort öðru, en samt ekki eins og Kvennó þar sem þar eru 3 hús sem eru meira en 200 metra frá hvort öðru.

Á leiðinni að skoða bókasafnið í MR var fólk að spila tónlist úti.

Ef Vídeóið vill ekki spilast er hægt að skoða það á Youtube

Bókasafnið í MR toppaði alla aðra skóla, það var minna en flest önnur bókassöfn í öðrum menntaskólnum og þá minna praktískt en það leit samt hinsvegar best út.

MR bókasafn

Í MR var líka salur fullur af forsetum Íslands og frægu fólki á Íslandi og maður fannst eins og maður var kominn til 19. aldar.

Trausti fannst MR góður skóli og það sem gerði það enn betra var það að kynningarnar í skólanum voru svipaðar og í FG.

Aukadót

Það verður ekkert annað sérstakt sem mun gerast á næstunni í apríl nema kannski það að sumardagurinn fyrsti er á 25. apríl.

Til að enda þessa frétt máttu horfa á þetta sanna vídeó sem Trausti fann á spotlight í Snapchat.

Ef Vídeóið vill ekki spilast er hægt að skoða það á Youtube

Bæ bæ...