Gefið út

Skautaferð

Rithöfundar

Nemendafélag skólans sem skipuleggur skemmtilega daga fyrir 8-10 bekk ákváðu í dag að senda okkur í skautaferð í Egilshöll, í staðinn fyrir að læra því afhverju ekki.

Okkur var rukkað 1000 kr sem er reyndar frekar lítið því á síðasta ári fór allur penginar nemenda í þetta félag eins og það átti að vera.

Það gekk vel að skauta, þó sumir lentu næstum því á spítala. Að sjálfsögðu var Jóhann góður í því að skauta því hann æfði íshokkí einu sinni.

Reglan er bara að taka því rólega í Nóvember en það styttist í jólastemminguna miklu. Þú veist vel hvað gerist um jólin er það ekki? Ef ekki getur þú séð öll jólavídeóin okkar frá jólunum í fyrra einhversstaðar á þessari vefsíðu.