Gefið út

Völvubrennsla og símahringingar

Rithöfundar

Í gærkvöld var völvan brennd á báli. Kærar þakkir fyrir alla (enginn kom nema Trausti, hann var sá sem kveikti í bálinu) sem komu í gær til að horfa á þetta stórkostlega atvik enda er mjög alvarlegt ef einhver lýgur að manni.

En það vill svo til að núna er engin tilgangur í lífinu ef við eigum ekki einhverja völvu til að spá fyrir framtíðinni.

Matthías gat ekki staðið með því að leyfa þessu að vera svona þannig hann er kominn í fulla vinnu í því að leita af nýrri völvu. Síðast tók það 11 daga, 12 klst, 17 mínútur og 54 sekúndur að finna nýja völvu. Matthías verður endalaust í símanum næstu daga 😞

Matthías á símanum

Þetta mun vonandi taka engan tíma því aumingja Matthías hefur aðra hluti að gera.