Gefið út

Fundinn!!!

Rithöfundar

Við höfum aldrei sagt frá þessu en þegar Sigurdór útskrifaðist úr grunnskóla á síðasta ári meðal fleiri meðlima reglunnar, þá bjó hann til flókinn feluleik handa okkur. Hann ætlaði að fela sig einhversstaðar á Íslandi og við í reglunni þurftum að finna hann áður en ár verður liði síðan við hittum hann (á útskriftar degi). Þessi leikur fékk nafnið Sykurtrúðualeikur (Sigurdór elskar sykur og fékk þá nafni Sykurdór og hann er trúður því hann var það á öskudegi á síðasta ári og trúðar eru rugludallar. Leikur þýðir að sjálfsögðu bara leikur)

Það var samt ein regla sem Sigurdór setti á okkur, það telst ekki með að finna hann ef þú ert innan við 500 metra frá húsinu hans sem útilokaði þann stað á Íslandi (auðvitað megum við ekki bara sitja fyrir utan húsið hans eins og einhverjir morðingjar).

Trausti tók þetta verkefni að sér mest en bara ef hann vissi það hversu erfitt það myndi vera að finna þennan norska mann.

Efnisyfirlit

Meira ruglið

Allt sumar fengum við engar vísbendingar um hvar Sigurdór gæti verið og við héldum að hann væri dauður. Svo komu önnur mikilvægari máli því Matthías villtist í Danmörku og þá þurfti Trausti að koma og bjarga honum sem gekk ekki vel en þá kom Gavrilo og bjargaði okkur. Hann fann Matthías en komst að því að hann væri bara í Menntaskóla í Danmörku.

komumst ekki að neinu

Eftir nokkra mánuði í viðbót í mars fór Trausti að spá í því aftur hvar Sigurdór gæti verið eftir 9 mánuði án þess að sjá hann eða vita eitthvað um hvar hann gæti verið. Eftir að koma með allskonnar hugmyndir leiddu engar að þeim að almennilegri lausn. Sigurdór var ekki í neinum búðum að kaupa sér kæfu því Sigurdór sagði einu sinni að hann ætti bóndabæ sem gefur honum fría kæfu en afhverju ætti hann að vera þar?

Einn daginn kom Matthías í heimsókn og hann hringdi í Sigurdór sem var eitthvað sem við höfðum aldrei hugsað út í áður. Á facetime var Sigurdór úti og auðvitað vildi ekki koma til okkar þó að Matthías bauð honum en það er auðvitað fyrir feluleikinn. Facetime hjálpaði okkur ekki því eina sem við sáum voru grá ský.

Menntaskólinn í Kópavogi

Svo 16. mars var opið hús í Menntaskólanum í Kópavogi. Trausti og Jóhann fóru í ferð þangað og lærðu að vera kokkarar.

Menntaskólinn í Kópavogi

Trausti og Jóhann reyndu að finna Tómas en fundu hann ekki meira segja þegar Trausti senti honum skilaboð

Tómas finnst ekki neitt

Við fundum svo bakarí í MK, það sérstaka við MK er sá skóli er eini skólinn sem hefur veitingastað í húsinu.

Bakarí í MK

En ef að var ekki nógu gott fundum við bar í MK sem toppaði alla aðra Menntaskóla.

Barinn í MK

Barkennslan var svo góð að Jóhann langar kannski að vera barþjónn í framtíðinni MK var mjög góður skóli, sérstaklega kokkara námið.

Stór uppgötvun

Eftir MK fór Trausti aftur að hugsa um Sigurdór. Það var eitthvað sem hann var að hugsa um en er ekki viss nákvæmlega hvað það gæti verið tengt. Hann fer aftur að hugsa um Matthías og menntaskólann í Danmörku og Sigurdór og þegar hann útskrifaðist úr grunnskóla. Með því að tengja það saman, Sigurdór og Matthías útskrifuðust úr grunnskóla sama dag. Þá hlýtur að vera í einhverjum Menntaskóla. Það var enginn Menntaskóli innan við 500 metra hjá húsinu hans sem hjálpaði ekki. Sigurdór hafði engan áhuga á kokkaranámi þannig það var engin ástæða að kíkja aftur í MK.

Kvennaskólinn í Reykjavík

Trausti lætur Jóhann vita um þessa uppgötvun og Jóhann kemur með hugmynd. Það verður opið hús í Kvennaskóla Reykjavíkur og Sigurdór elskar stelpur. Strákarnir ákvaðu svo að skella sér í Kvennó en fundu Sigurdór ekki þar.

Kvennaskólinn í Reykjavík

Kvennaskólinn í Reykjavík var mjög ómerkilegur og ekkert sérstakur og skiljanlegt að Sigurdór myndi ekki fara þar.

Kenning yahya

Trausti spurði Yahya hvort hann vissi eitthvað um hvar Sigurdór gæti mögulega verið. Yahya sagðist ekki vita neitt augljóst nema það að Sigurdór finnst gaman að teikna og hefur mikla kímnigáfu.

Þarna koma það sem Trausti var að leita af, Sigurdór finnst gaman að teikna. Trausti fer svo að hugsa til Kirkjujólana og man svo eftir því að Sigurdór hafði sagt honum að hann langaði að vera grafískur hönnuður. Trausti fór að leita af skólum sem bjóða upp á nám tengt grafískri hönnun og finnur bara einn skóla, Tækniskólinn við Háteigsveg.

Eftir að komast að þessu þá fékk hann Jóhann að koma með sér í Tækniskólann.

Tækniskólinn

Tækniskólinn var stór og gömul bygging í Reykjavík og minnti mann ekki mikið á Menntaskóla. Það vill samt svo til að á sama degi og Trausti og Jóhann fóru í Tækniskólann var líka opið hús en Trausti og Jóhann mættu 1 klst fyrr.

Tækniskólinn
Tækniskólinn

Tækniskólinn var samt svo stór að það að finna Sigurdór væri ómögulegt. Kannski er hann meira að segja í kennslutíma.

Maríó leikur

Við fundum samt Marío leik og trufluðumst aðeins á því en svo ákváðum við að best væri að standa við innganginn því það er líklegast að Sigurdór muni fara þar út bráðlega.

Fundinn!!!

Og svo eftir langa 9 mánuði í þessum feluleik sáum við Sigurdór gangandi út úr Tækniskólanum og hann sá okkur. Hann svo óskaði okkur til hamingju fyrir að finna hann loksins. Við eyddum engum til að taka mynd af okkar hliðiná Sigurdóri.

Sigurdór frá myndavél Trausta
Sigurdór frá myndavél Jóhanns

Sigurdór sýndi okkur svo allar flottu myndirnar sem hann hafði fundið á meðan við vorum að leita af honum alla þessa mánuði.

Flott mynd Sigurdórs 1
Flott mynd Sigurdórs 2
Flott mynd Sigurdórs 3
Flott mynd Sigurdórs 4
Flott mynd Sigurdórs 5
Flott mynd Sigurdórs 6
Flott mynd Sigurdórs 7

Allar þessar myndir eru sönn meistaraverk.

Þetta var stórkostlegur dagur. Loksins var Sigurdór fundinn eftir 9 mánuði. Eftir daginn fóru allir heim og við fengum ekkert fyrir það að finna Sigurdór nema það að við unnum Sigurdór í feluleiknum hans. Sigurdór hélt það virkilega að við værum svona heimskir, að við gætum ekki fundið hann.

En núna þegar þetta verkefni er leyst geta allir farið heim og sofið, vitandi það að Sigurdór væri fundinn!!!