Gefið út

Gavrilo bjargar Matthíasi

Rithöfundar

Eins og allir ættu að vita fór Gavrilo til Danmerkur í leit af Matthíasi því Trausti fann ekki Matthías í ágúst. Stjórnstöðvarnar voru búnnar að fylgjast vel með staðsetningu Gavrilo en höfðu engar áhyggjur því Gavrilo er klár gaur.

Eftir heila 14 erfiða daga komur fréttir að hann Matthías væri fundinn á Sjálandi og var bara að taka því rólega í nýja skóla sínum. Ef Trausti hefði bara ákveðið að fara á Sjáland í staðinn fyrir að leita bara á Jótlandi, hefði Trausti fundið Matthías og enginn hefði þurft að stressa sig svona mikið.

Þetta eru samt stórkostlegar fréttir, núna getur Matthías loksins lagað öll vandamálin á vefsíðunni.

Matthías kemur á morgun 15. október með Gavrilo að sjálfsögðu.