Gefið út

Siglingaklúbburinn 2023

Rithöfundar

Strákarnir þurftu smá hreyfingu í dag og ákváðu að skella sér á siglingaklúbbinn í nágrenninu.

Bátamynd 0

Það tók stuttan tíma fyrir strákana að skipta um föt og koma sér í bátinn.
Áður en fólk vissi af vorum við farnir.

Bátamynd 1

Matthías og Tómas ákváðu að skella sér í sjóinn og vera mótórar bátsins þó þeir byrjuðu frekar að hægja á bátnum ef eitthvað er.

Bátamynd 2
Bátamynd 4
Bátamynd 3

Strákarnir fundu á endanum gulan pall og skoðuðu hann nánar. Sumir af okkur ákvaðu að stökkva af honum.

Bátamynd 5

Gylfi og Tómas fóru til baka en Trausti, Matthías, Jóhann og Yahya sigldu alla leið á hinn enda vogsins í Nauthólsvík og ætluðu að taka því rólega í heitapottinum en þeir voru svo reknir því það má ekki vera í fötum í heitapottinum.

Strákarnir ákvaðu að snúa til baka því allir voru löngu búnir að yfirgefa þá.

Strákarnir sáu svo í fjarska bát á leiðinni. Þetta var bátur fullur af fólki.
Tómas og Gylfi voru líka á þessum bát.

Tómas og Gylfi komu aftur á árabátinn okkar og Yahya fór af bátnum. Strákarnir ákváðu að hvolfa bátnum en Trausti vildi ekki vera með og sigldi í burtu. Þeir enduðu með að hvolfa bátnum en báturinn sökk samt ekki, hann hvolfdist bara.

Ef Vídeóið vill ekki spilast er hægt að skoða það á Youtube

Enginn lenti í slysi og allir fóru í heita pottinn sem var væntanlega nóg pláss í og fengu sér pylsur og kókó-mjólk. Tómas sullaði óvart kókó-mjólkinni í pottinn.

Allir urðu rosalega þreyttir eftir þennan dag og fóru heim hressir og kátir.