Gefið út

Ferð bekksins til Noregs

Rithöfundar

Vill svo til að skólinn okkar hefur vinaskóla í Noregi. Annað hvert ár fer 9. og 10. bekkur til Noregs og annað hvert ár tekur 8., 9. og 10. bekkur á móti krökkum frá Noregi. Í fyrra tókum við á móti norsku krökkunum (frétt frá því í fyrra), en í ár er komið að okkur að heimsækja þau. Við hittum krakka frá því í fyrra og kynntums mörgum nýjum, á meðal þeirra var Erik, Erik er besti vinur okkar og meðlimir reglunnar í 9. bekk hlakka til að fá að hitta hann aftur á næsta ári.

Efnisyfirlit

Dagur 1 - 18. apríl

Við eyddum öllum deginum í það að komma okkur til Noregs. Við lentum um kvöldið og svo var það bara borða og sofa.

Flugferðin

Við hittums á flugvellinum klukkan 5, tókum hópmyndir og fengum okkur að borða. Flestir voru enn að vakna á flugvellinum og ekkert sérstakt gerðist. Allir þurftu að taka með sér og vera í gráari hettupeysu í allri flugferðinni

Hópmynd af strákunum

Við millilentum í Oslo þar sem það er ekki flug frá Keflavík til Tromsö.
Vill svo til að Gylfi, Svan og Sara eru ekkert sérlega snjöll, þeim tókst að týnast á fugvellinum bak við læst hlið og Sólrún þurfti að koma og sækja þau.

Þegar við lentum í Tromsö sá Matthías sama fána í búðinni sem hann keypti umsvifalaust.
Miriam, kennari í Ekrehagen tók á móti okkur á flugvellinum.

Ekrehagen

Þegar við komum til Ekrehagen tóku nokkrir norksir krakkar á móti okkur.
Erik var ekki í þeim hóp en það var allt í lagi, Theodór og Ingvild voru þarna.
Paulína, starfsmaður Ekrehagen, gaf okkur taco með baunum og grænmeti.

Dagur 2 - 19. apríl

Þó að við sofum í skólanum er ennþá kennsla þar yfir daginn, á morgnana þurfum við að ganga frá töskum og dýnum áður en nemendur skólans koma. Þeir sem vilja fara í sturtu vakna snemma til að hafa tíma til þess. Sólrún kennari vaknar eldsnemma á hverjum morgni til þess að útbúa morgunmat handa okkur, takk Sólrun.

Speed date

Við fórum á speed date í skólanum.
Það virkaði þannig að stólar voru settir í röð, snúandi að hvort öðru.
Allir norsku og íslensku krakkarni sátu á mismunandi stólum gg allir fengu 1 mín að tala við hvort annað og svo þurftu allir að skifta um sæti og fara í sætið hægra meginn við mann.
Trausti fékk oftast að tala við íslendinga en ekki norska fólkið

Tromsö museum

Við fórum á Tromsö museum og lærðum mikið um sögu Sama og menningu þeirra.

Heimsóknir

Allir íslensku og norsku krakkarnir voru skiptir í hópa.
Við þurftum að heimsækja norsku krakkana og gefa þeim íslenskt nammi.

Matthías mætti í réttum fötum á staðnum

Socrates

Trausti og Tómas voru næstum því rændir í kjallara einhvers af norsku krökkunum með öðrum íslendingum en þeir komust í burtu.

Allir hinir höfðu vonandi skemmtilegt.

Dagur 3 - 20. apríl

Þennan dag fórum við á stórt sama safn í Kåfjord, Matthíasi fannst þetta mjög skemmtilegt því hann fékk að tala samísku við fólkið, en hann hafði lært smá um tungumálið í febrúar. Samíska Við eyddum deginum í Kåfjord og um kvöldið fengu norsku nemendurnir að gista með okkur í skólanum.

Sama safn í Kåfjord

Við fórum í rútu til Kåfjord í annað Sama safn. Þegar Matthías mætti á staðnum hitti hann fullkomnan vin sem var samískur eins og hann

Matthías og vinur hans

Við fengum að borða mjög góðu Samísku kjötsúpu þeirra sem var bara kjötsúpa nema með nautakjöti.

Lærðum um Samíska menntun og fengum að skoða Samískar bækur Við fengum að veiða hreindýr, þurftum að toga upp band og svo kasta því á hreindýra horn, ekki lifandi hreindýr. Við fengum að sauma smá úr Sama föta efnum og spiluðum Sama kahoot.

  • og væntanlega vann Matthías í kahootinu

En eins og alltaf þurftum við að koma okkur heim því allir voru orðnir þreyttir. En norsku krakkarnir vildu gera eitthvað annað en að fara heim til sín.

Norskir gista

Norsku krakkarnir gistuðu hjá okkur þessa nótt. Það var gott að Erik kom til bjargar í matarmálunum og bjó til mat fyrir okkur,

  • þetta var 100% bara hann.

Sumir horfðu á mynd og á meðan voru hinir annaðhvort að spila eða þrífa eftir matinn.

Fólk að horfa á mynd

Dagur 4 - 21. apríl

Eurovision kynningar

Allir í bekknum voru skiptir í hópa með kynningu um eitthvað lag í Eurovision þetta ár.

Allir hópar voru sáttir nema hópur Matthíassar sem gekk ekki það vel

  • Eina sem þú þarft að vita er að Oskar og Aron eru einstaklega góðir í hópverkefnum

Polaria

Við fórum á Polaria, safn um sjávardýr og náttúru í norður heimskautinu. Við horfum fyrst á þrjú myndbönd um norður heimskautið og fengum svo að skoða safnið og litlu sædýrin sem þú máttir snerta og fylgjast með

Safnið hafði líka í boði seli sem þú gast horft á.

Þrisvar á dag er sýning þar sem starsfmennirnir hafa sýningu með selunum. Starfsmenn láta selina hreyfa sig og búa til sýningu úr því. Það var mjög gaman að sjá selina leika sér

Eftir safnið fórum við á Burger king og svo heim.

Dagur 5 - 22. apríl

Kirkjan

Við fórum í Aðventkirkjuna í Tromsö og 5. og 6. bekkur tók að sér að hafa gaman í kirkjunni. Þau létu okkur syngja norsk lög sem bara sumir skildu.

Kirkja

Eftir kirkjutímann fengum við okkur pítsu í kirkjunni og fórum svo heim.

Skíðaferðin fyrri

Í Tromsö var ennþá snjór þannig við fengum að prufa gönguskíði í fyrsta skipti í lífi okkar. Allir duttu fyrst og fóru hægt en svo fór fólk að ná tökum á því. Sumir betri en aðrir.

Myndarlegir drengir

Trausti var týndur þannig Matthías og Jóhann og reyndu að leita af honum. Matthías týndist og Solveig tók hann. Jóhann fór þá að leita af Matthíasi en fann Solveigu og var líka tekinn. Solveig máláði Matthías og Jóhann að listaverki.

Matthías og Jóhann eru nokkuð myndarlegir í þessari mynd

Casper, eitt af norsku krökkunum kom í heimsókn og við létum hann borða köku eftir gymmið sem hann líkaði ekki sérlega mikið við.

Dagur 6 - 23. apríl

Ströndin

Við skelltum okkur í bílferð til Sommarøy með Erik og Theodor.

Á Sommarøy var mikið sumar þannig Tómas og Matthías skelltu sér í sund þar alls ekki í næstum því frosnu vatni.

Trausti og Jóhann þurftu að halda uppi handklæði handa þeim svo þeir gætu skipt um föt án þess að enginn sæji.

Túristar tóku samt myndir af strákunum í sundfötunum því í tromsö á þetta að vera skrítin hegðun.

Mynd af Tómasi og Matthíasi á ströndinni

Heimsókn

Við heimsóttum adelinn, skólastjóra Ekrehagens á leiðinni heim og hún bjó til súpu og köku handa okkur sem var vel þegið. Þar sátum við og tókum því rólega og spjölluðum saman.

Hellaristur

Við héldum áfram förinni og rákumst á 5000 ára hellaristur þær voru mjög flottar og áhugaverðar.

Veiði

Við fórum svo út að veiða og Lísa kenndi okkur að veiða. en við náðum ekkert að veiða neitt því fólk fannst það kalt og vildi ekki vera úti og þannig endaði veiðiferðin okkar snemma.

Theodor fór heim en Erik vildi gista í skólanum aftur.

Skíðaferðin seinni

Gylfi, Svanhildur og Karel fóru í aðra skíðaferð um kvöldið.

En á meðan í skólanum var eitthvað annað brjálað að gerast.

Djamma

Erik, Matthías, Trausti, Tómas og Jóhann fóru að djamma og hringdu í Nornina

  • Nornin er kona sem sagðist vera norn á meðan við vorum í Tromsö en skipti svo um skoðun eftir ferðina.

Strákarnir fóru í kónga og dönsuðu í kringum skólann og tóku óvart Sigurdór með sér. Þeir sungu svo norksa þjóðsönginn.

Ef Vídeóið vill ekki spilast er hægt að skoða það á Youtube

En að degi loknum sagði Helga okkur að fara að sofa.

Dagur 7 - 24. apríl

Nýsköpun

Við skelltum okkur í vísindasafnið í Tromsö og þar vorum við skipt í þrjá og þrjá hópa og þurftum að hugmyndir til að stoppa loftlagsbreytingar, rusl eða eitthvað annað sem skemmir náttúruna. Allir hópar fengu mismunandi miða sem stóð mismunandi hluti sem þarf að laga. Eitt nafnorð, eitt lýsingaorð og eitt sagnorð og svo áttu krakkarnir að skapa eitthvað umhverfisvænt úr því.

Allir hóparnir voru mjög humyndaríkir.

Vísindasafnið

Eftir nýsköpunina fórum við á safnið sjálft og þar fengum við að skoða fullt af flottum hlutum Safnið var skemmtilegt því þetta var vísindi byggt í skemmtilegt form.
Þú gast leikt þér, þetta var ekki bara fullt af texta sem þú áttir að lesa

Ef Vídeóið vill ekki spilast er hægt að skoða það á Youtube

Miðbærinn

Við tókum strætó í miðbæinn og þar fengum við kynningu frá Mariu og Silas, tvö af norsku krökkunum og Þau kynntu okkur um ráðhúsið í Tromsö.
Eftir flottu kynninguna þeirra fórum við í göngutúr um miðbæinn og Matthías keypti 500 NOK Sama húfu sína og hann hefur notað hann oft síðan

Matthías með Sama höfu sína

Eftir miðbæjar ferðina höfðu norsku krakkarnir planað eitthvað stórt handa okkur.

Lokapartý

Við mættum á stað úti í skógi og þar voru fullt af hundum og norsku krakkarnir.
Við klöppuðum þeim vel og vandlega.

Áður en við vissum var kominn kvöldmatur og adelinn grillaði hamborgara fyrir okkur.

Við fengum að sitja í Sama kofa með fullt af borðum og stólum í mikilli hlýju og fengum okkur að borða þar.
Við spjölluðum saman og fengum okkur sykurpúða.

Því þetta var síðasti dagurinn sem við myndum hitta alla norsku krakkana þetta ár,
þá leyfðum norsku krökkunum að skrifa hvað sem er á gráu hettypeysurnar okkar sem við tókum öll með okkur til Noregs.

Gylfi teiknar aðeins á Svanhildi

Eftir að hafa skemmt peysurnar okkar fórum við heim og norsku krakkarnir kveddu okkur.

Matthías er sami

Matthías fékk Sama peysu í láni og gat þá klætt sig sem Samískur maður.

Matthías með Sama höfu sína

Hann gat því miður ekki tekið með sér peysuna eða keypt sér eina í ferðinni.

Dagur 8 - 25. apríl

Heimleið

Við vöknuðum eldsnemma og gengum frá öllu.

Við settum allar töskunar inn og fundum Erik í bílnum, hann greinilega langaði mikið að koma með en hann mátti það því miður ekki 😢

Við kveddum suma af norsku krökkunum aftur og fórum á flugvöllinn.

Flugvélin seinkaði mjög mikið og við komumst um borð svona 1,5 klst seinna en ætlað var.
Við mættum í Gardemoen og hlupum gegnum allan flugvöllinn og náðum rétt svo inn í flugvélina til Íslands.
En svo þurftum við hvort sem er að bíða í flugvélinni í 1 klst áður en hún fór á loft.

Við mættum til Íslands þreytt eftir ferðina en samt leið að hafa ekki geta verið lengur í Tromsö.

Við getum nú sannað það að Íslenskt vatn er miklu betra en norskt vatn.

þakkir

Þetta var mjög skemmtileg ferð og miklar þakkir fara til Sólrúnar, Helgu og Karel fyrir að koma með og láta okkur hafa eitthvað til að gera og passa upp á okkur.
Það hefði ekki verið gaman að vera í skólanum alla daga í ferðinni
Miklar þakkir fara líka til Eriks sem gerði ferðina ennþá betri.

Mynd af Erik

Við bjuggum líka til vídeó um Noregsferðina og aðra frétt um önnur atriði í Noregi